Ótrúleg viðbrögð

Hvað er að sjálfstæðismönnum, við hvað eru þeir hræddir??

Hvers vegna má fólkið í landinu ekki koma að mótun nýrrar stjórnarskrár?

Ekki hefur það gengið of vel að endurskoða stjórnarskrána á hinu háa Alþingi s.l. 18 ár. Eru þeir kannski hræddir um að það eigi tryggja eignarhald þjóðarinnar á auðlindunum?? Eða eru þeir kannski hræddir við aukið lýðræði??

 

Við hvað eru þeir hræddir????


mbl.is Pukrast með breytingar á stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæta almenningssamgönur

Er ekki tími kominn á að bæta almenningssamgöngur í Reykjavík?

Ég legg til að ríkið styrki borgina í að efla almenningssamgöngur þannig að almenningur geti raunverulega notað þær og lagt einkabílnum. Ég held að það geti komið til móts við þarfir mjög margra. Ég er einnig viss um að þetta getur verið gríðarlegur sparnaður þegar til lengri tíma er litið. Þetta myndi spara viðhald á vegum, svifryk og önnur mengun myndi minnka og slysum fækka. Þetta myndi koma fátækum fjölskyldum til góða, eldra fólki sem ræður ekki við hraðann í umferðinni í dag og öryrkjum. Ríki og borg gætu þá frestað dýrum vegaframkvæmdum í Reykjavík.

Það væri hægt að vera með minni almenningsbíla en jafnframt fleiri og sparneytnari. Tíðari ferðir og fleiri viðkomustaði svo almenningur sjái sér hag í að nota vagnana.

Það væri gaman að sjá útreikninga á svona dæmi samanborið við aukið viðhald á vegum og dýrari umferðarmannvirki.


mbl.is Svifryk yfir mörkum í 3 daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk fyrir stuðninginn

Nú þegar úrslit í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi liggja fyrir langar mig að þakka öllum sem greiddu mér atkvæði fyrir stuðninginn. Þó svo ég hafi nokkrum sinnum tekið sæti á framboðslista jafnaðarmanna í okkar kjördæmi þá er þetta í fyrsta sinn sem ég tek þátt í prófkjöri.

Prófkjörið var opið og rafrænt, 2574 greiddu atkvæði. Í prófkjörinu buðu 18 manns sig fram í 8 efstu sæti listans. Mikil dreifing var á atkvæðum og engir afgerandi sigurvegarar. Því miður náði ég ekki 2.- 4. sæti eins og ég stefndi að.

Mér er nú ljóst að markvissari og tímafrekari baráttu þurfti til að ná  árangri enda voru margir ágætir frambjóðendur í boði. Á Mið-Austurlandi vorum við fjögur sem buðum okkur fram í eitt af efstu sætunum. Bara það gaf ekki góð fyrirheit um árangur. Það er ljóst að í sameinuðu kjördæmi þurfa austfirðingar að stilla saman strengi sína til að ná árangri. Ég verð að segja að ég er þrátt fyrir allt þokkalega sátt við mína útkomu en ég fékk samanlagt 980 atkvæði.

Enn og aftur þakka ég öllum þeim sem veittu mér stuðning. Ég mun að sjálfsögðu halda áfram baráttu fyrir jafnaðarstefnunni. Ég tel að það hafi aldrei verið jafn  mikilvægt og nú að hún nái fram að ganga.

 


Smá kynning á mér og því sem ég stend fyrir

 

 Ég er Leikskólakennari frá 1982. KHÍ 1991- 1992.  Dipl. í sérkennslufræðum frá HA 2007.

Hef starfað sem forstöðumaður sérdeildar, kennari í grunnskóla, leikskólakennari og leikskólastjóri. Ég er nú sérkennari við leik- og grunnskóla Seyðisfjarðar.

 Ég hef tekið virkan þátt í starfi ýmissa félagasamtaka og í sveitarstjórnarmálum á Seyðisfirði. Ég hef verið virk í flokkum jafnaðarmanna frá 16 ára aldri. Ég er ein af stofnendum SAMGÖNG (Samtök áhugafólks um jarðgöng á Mið-Austurlandi) og var fyrsti formaður þeirra samtaka.

 

Ég vil:

  • Ég vil verja hag heimilanna af krafti m.a. með lækkun vaxta á húsnæðislánum í 2%.
  • Vinna þarf markvist að því að efla og styrkja landsbyggðina með breyttum áherslum. Stefna stjórnvalda undanfarna áratugi að stefna öllu Suður er skaðleg byggðum landsins, þessari þróun verður að snúa við.
  • Leita nýrra leiða í menntun og atvinnu til að eflingar landsbyggðinni.
  • Forsenda byggðar í landinu eru bættar samgöngur, í því efnahagsástandi sem nú ríkir tel ég að flytja þurfi fjárveitingar í samgöngumálum frá höfuðborgarsvæðinu til landsbyggðarinnar. Bættar samgöngur í Reykjavík miða að því að stytta ferðatíma innan bæjar, bættar samgöngur út á landi eru lífsspursmál fyrir byggðir landsins.
  • Efla þarf jafnrétti, lýðræði og gegnsæi með nýrri stjórnarskrá.
  • Endurskoða þarf íslenska stjórnkerfið frá grunni og tryggja sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum.
  • Herða skal löggjöf gegn ofbeldi.
  • Hefja skal viðræður um EB aðild og þjóðaratkvæði um inngöngu.

Ég bið um stuðning í þinn í 2- 4 sæti 

Í prófkjöri Samfylkingarinnar  7. mars.í Norðausturkjördæmi


Hetja dagsins

Hann hefur verið að „sumra mati" talinn einn af úrtölumönnum þjóðarinnar. Hann er oft gagnrýninn á þróun mála á Íslandi og óhræddur við að láta það í ljós. Hann  hefur talaði um óréttlátt skattakerfi sem kemur verst niður á þeim sem síst skyldi. Hann hefur talað um misskiptingu auðs o.fl. Á sama tíma og hann lagði fram rannsóknir máli sínu til stuðnings kappkostuðu frjálshyggjumeistararnir að tala niður til hans. Þeir töldu okkur trú um að nánast allt sem Stefán segði væri byggt á röngum forsendum. Allt sem Stefán sagði var að þeirra mati tóm vitleysa.

Að mínu mati er Stefán einn þeirra manna sem við getum með sanni litið upp til. Stjórnmálamenn mættu annað slagið sýna smá auðmýkt og hlusta á menn eins og hann. Eina ferðina en sýnir hann okkur fram á rangfærslur og lygina sem fylgdi frjálshyggjunni. Menn eins og hann eru hetjur dagsins í dag


mbl.is Hrunin frjálshyggjutilraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn samir við sig

Enn opinbera sjálfstæðismenn hug sinn á þingi.

 

Ég vona svo sannarlega að þetta frumvarp nái fram að ganga


mbl.is Frumvarp um stjórnarskrárbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ófært

Þetta er nú bara smávægilegt miðað við margt annað sem hefur skeð uppi á þessari löngu og háu heiði. Fjarðarheiði er hæsti heilsárs fjallvegur landsins . Samkvæmt Evrópustöðlum er hún einnig einn hættulegasti vegur landsins. Töluverður hluti Seyðfirðinga sækir vinnu daglega út úr bænum. Vegargerðin státar af því að heiðin sé aðeins lokuð örfáa daga á ári. Í þeirri tölu eru ekki meðtaldar allar næturnar sem heiðin er lokuð, né þegar hún er opin einn til tvo tíma á dag. Ef Vegagerðin opnar heiðina þó ekki sé nema klukkutíma á dag þá er hún talin opin samkvæmt þeirra skilgreiningu. Seyðfirðingar búa við þessa einu leið út úr bænum sínum, þeir búa einnig við stórbrotna náttúru en um leið hættulega. Á Seyðisfirði er mikil snjóflóða- og aurskriðuhætta. Ef eitthvað slíkt kæmi fyrir t.d. að nóttu til þá væru Seyðfirðingum sennilega allar bjargir bannaðar. Þeir yrðu einfaldlega að bjarga sér sjálfir. Seyðisfjörður er önnur af tveimur tengingum Íslands við Evrópu. Í morgun mætti ég nokkrum ferðamönnum sem voru sennilega veðurtepptir á Seyðisfirði. Er þetta boðlegt á 21. öldinni???

Nei;  við þurfum göng á morgun.


mbl.is Aðstoðuðu á Fjarðarheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litlar breytingar hjá VG

Nú er komið að lokasprettinum í prófkjöri Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi. Atkvæðagreiðsla hefst á miðnætti í kvöld. Það verður mjög spennandi að sjá hvort einhverjar breytingar verði á lista okkar Samfylkingarfólks í kjördæminu.

Ekki urðu neinar afdrifaríkar breytingar á lista VG. Ef fólk vill breytingar þá verður það líka að kjósa breytingar.


mbl.is Steingrímur J. efstur í NA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið var

Mikið væri það nú gott ef satt er að vextir fari að lækka. Vextir í þessu landi eru allt of háir miðað við það að við búum við verðtryggingu sem bætist að sjálfsögu ofan á þessa háu vexti. Ég myndi skilja vaxtaprósentu íslendinga ef hér væri engin verðtrygging eins og tíðkast víðast hvar í heiminum. Vextir verða að lækka á Íslandi og það strax.

 Eiga vextir ekki að endurspegla arðsemi í landinu?

 Nú er nánast allt rekið með tapi hvað réttlætir þá háa vexti, ég spyr ?


mbl.is Vextir fara að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennan eykst

Þetta verða mjög spennandi kosningar og  mikið um endurnýjun alþingismanna.
mbl.is Davíð í framboð á Suðurlandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband