Góðir hlutir gerast hægt

Þetta eru aldeilis góðar fréttir . Þetta er búin að vera helsta krafa þjóðarinnar s.l. mánuði. Meira að segja Sjálfstæðismenn hafa stundum látið í það skína að þeir væru sammála kröfu þjóðarinnar. Þeir opinberuðu  hins vegar skoðun sína í þinginu í gær samkvæmt henni þá voru þeir greinilega ekki tilbúnir að breyta seðlabankanum.

Segja þetta lengsta og  flóknasta uppsagnarbréf sem þeir hafa séð. Ég vona að kjósendur muni eftir viðbrögðum Sjálfstæðismanna í kosningum í vor.


mbl.is Seðlabankafrumvarpið samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttusöngur minn í prófkjöri

Ég vil benda fólki á lag í tónlistarspilaranum vinstra mengin á síðunni minni. Ég hef ákveðið að gera þetta lag að baráttusöng mínum í þessu prófkjöriSmile.

Lagið er sungið af litlu systur minni  Ragnhildi Billu Árnadóttur.

Undirspil er unnið af Einari Braga Bragasyni skólastjóra Tónlistaskóla Seyðisfjarðar.

Njótið vel og takið eftir textanum hann passar alveg ótrúlega vel við í dag

( ekki síst stefnu jafnaðarmannaWink).

 

Höfundur lags og texta er Magnús Eiríksson.

Lagið er birt hér með  með leyfi höfundar.

Óheimilt er að nota lagið í öðrum tilgangi nema með leyfi höfundar.


Húsnæðislánasjóður lifi

Þá höfum við það . Jóhanna segir að tillögur Framsóknarflokksins um niðurfellingu skulda um 20% sé óraunhæf. Það myndi gera Húsnæðislánasjóð eignarlausan með einu pennastriki.  Ég tel hins vegar að lækka eigi vexti húsnæðislánasjóðs í  hámark  2%.   Ef vextir  yrðu  t.d. lækkaðir úr 5%  í  2% myndi raun greiðslubyrgði heimilanna  lækka um 35% á mánuði. Íbúðarlánsjóður myndi áfram standa sterkur  því lánin greiðast til baka með eðlilegri ávöxtun. Ef ekkert er gert þá flýr fólk eignirnar og hver á þá að borga?


Hvenær tekur þetta enda?

Ég sem var að vona að þetta Seðlabankamál færi að heyra fortíðinni til. Vonandi verður það ekki dregið fram í næstu viku að afgreiða það. Þingheimur verður að fara að taka önnur mál á dagskrá. Það er mjög aðkallandi að ræða vanda heimilanna. Það er  eitt af þeim málum sem verður að taka á núna strax og þar dugar engin plástursaðgerð. Til þess að koma til móts við vanda heimilanna verður að fara í  stórtækar aðgerðir s.s. verulega lækkun  vaxta á húsnæðislán. Ég tel að það að lækka vexti nú  sé sterkari en að taka verðtygginguna af ekki síst vegna þess að það er víðtækari og flóknari aðgerð og hefur áhrif á fleiri þætti s.s. lífeyris- og sparifjáreigendur o.fl. 


mbl.is Lausn ekki fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers á fólk að gjalda?

Er þetta það Ísland sem við viljum sjá? 

Það held ég ekki.   Hins vegar finnst mér  ég vera búin að sjá allt of mörg sambærileg dæmi síðastliðin ár þar sem fólki hefur verið vísað úr landi án sýnilegrar ástæðna. Þetta mál sannfærir mig betur en áður að við verðum að taka íslenska stjórnkerfið til gagngerðrar endurskoðunar. Hvað verður um fólk eins og Jonas  Moody? Hvað býður hans? Hvers vegna fær fólk af öðru þjóðerni sem hefur starfað og búið á Íslandi í mörg ár  ekki atvinnuleysisbætur ? 

Þetta er hróplegt óréttlæti.


mbl.is Farðu heim, góði minn!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, loksins

Mikið held ég að allir verði fegnir þegar þessu þrasi um Seðlabankann verður lokið.  Ég vona bara að niðurstaðan verði betri yfirstjórn peningamála í þessu landi a.m.k. þangað til við fáum evruna. Mörgum finnst þessi umræða óþarfa þras og margt þarfara  sem þingmenn þurfa að sinna um þessar mundir. Ég get að vissu leiti tekið undir þá umræðu, en þó verð ég að segja að ég undrast hana um leið í ljósi þess að hér  logaði allt  í mótmælum og lá við óeirðum fyrir rétt rúmum mánuði síðan, þar sem krafa fólksins var að gera breytingar á Seðlabankanum.  Það er svo sannarlega margt sem liggur fyrir að gera núna s.s. að koma fátækum  fjölskyldum til hjálpar í landinu. En þetta er samt aðgerð sem verður að framkvæma fyrst svo hægt sé að lágmarks ró í samfélaginu og  taka af einhverju viti á peningamálunum hér í þessu landi.

 


mbl.is Stefnt að lokaumræðu á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófkjör.

Eins og þegar hefur fram komið þá hef ég ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Ég skráði mig fyrst í stjórnmálflokk 16 ára gömul og hef starfað í pólítík allar götur síðan, alltaf fyrir jafnaðarmenn. Ég hef að sjálfsögðu verið mis virk í pólítísku starfi en síðustu 20 ár hef ég unnið að krafti ( þ.e.a.s. bak við tjöldin) við að koma KARLMÖNNUM á þing. Ég sé ekki eftir þeirri baráttu því hún hefur  verið skemmtileg og oftast hef ég horft með stolti á  eftir þeim karlmönnum sem ég hef stutt á þing. En nú er öldin önnur, nú er komin tími á breytingar og þær breytingar verða einungis til undir forustu kvenna eða a.m.k. verða konur að koma af meiri krafti að þeim breytingum.

Töluverð umræða hefur verið um kynjakvóta í sambandi við uppröðun á lista flokkanna. Félagsmálráðherra hefur beint þeim tilmælum til formanna  stjórnmálaflokkanna að þeir tryggi það að konur verði í öruggum þingsætum. Ég hef alla tíð verið fylgjandi því að fólk eigi að komast áfram vegna eigin verðleika. Það er ekki gott að kjósa konu bara af því að hún er kona. Það á ekki heldur að kjósa karl bara af því að hann er karl.  Það er nefnilega ekki jafnræði í þessu a.m.k. ekki alltaf. Oft hefur maður séð góðar frambærilegar konur bera skarðan hlut frá borði,  því þingsætin eru frátekin körlum. Og oft sitja vanhæfir Karlar allt of lengi á þingi. Hitt er öllu alvarlegra að þrátt fyrir mikla jafnréttisumræðu þá eru konur í miklum minnihluta á hinu háa alþingi. Meðan svo er þá er ég eindreginn stuðningsmaður þess að tryggja konum öruggt sæti á alþingi. Jafnrétti á að vera sjálfsagður hlutur á okkar tímum og viðhorf karls og konu verða að vera í nokkuð jöfnum hlutföllum ekki síst á alþingi. 

Svo ég kynni sjálfa mig pínulítið, þá er ég þriðja í röðinni af sex systkinum. Foreldrar mínir eru bæði verkafólk og ólst ég upp við það að  ekki voru alltaf til nægir peningar til að fæða og klæða sex börn. Foreldrar mínir voru útsjónarsamir og nýttu allt sem hægt var. Hvort sem það var til matar eða klæða. Þótt ég segi að það hafi verið mín gæfa að eiga ekki allt til alls sem barn þá  get  vel skilið þær fjölskyldur sem eru illa staddar í dag og eiga vart til hnífs og skeiðar.   Ef eitthvað er þá er erfiðara að vera fátækur í dag heldur en það var þegar ég var að alast upp. Ekki síst þess vegna verður að koma fjölskyldum í þessu landi til hjálpar stax. Það var nóg af fátæku fólki á Íslandi fyrir bankahrunið og ekki fækkað í þeim hópi eftir hrun svo mikið er víst.

Ég tel mig  hafa úr töluverðri og margbreytilegri lífsreynslu að moða sem getur nýst mér í strarfi á alþingi. Ef ég næ brautargengi í eitt af efstu sætunum á lista Safylkingarinnar í komandi kosningum þá heiti ég því að starfa af heilindum og heiðarleika fyrir Norðausturkjördæmi. Ég mun verða þingmaður alls kjördæmisins ekki bara einhvers eins svæðis. Það er margt sem brennur á mér að gera hér í þessu kjördæmi. Það er mér hjartans mál að halda landsbyggðinni á lífi. Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að stefna fyrverandi stjórnvalda hafi fremur miðað að því að leggja landsbyggðina niður fremur en að byggja hana upp. Söngurinn um uppbyggingu á landsbyggðinni hefur ekki verið trúverðugur hjá þeim sem hafa setið við stjórnvölinn síðastliðin 12 ár á alþingi. Það hefur að sjálfsögðu margt gott verið gert en betur má ef duga skal. Í fjölmiðlum heyrum við hróp ráðamann um samdrátt á öllum sviðum . En ef hjólin eiga að geta haldið áfram að snúast þá verðum við að halda framkvæmdum áfram og fara í þær framkvæmdir sem koma landsbyggðinni best t.d. bætar samgöngur milli byggðalag.

Nái ég þingsæti í komandi kosningum mun ég beita mér fyrir bætum samgöngum og öðrum arðbærum framkvæmdum, því takið eftir samgöngur eru arðbærar.

 

 


Ný síða

Mér var tjáð að allir almennilegir frambjóðendur væru með bloggsíðu. Þar sem ég hef gefið kost á mér í prófkjör Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi sló ég til og opnaði eina slíka. Á þessari síðu verða landsins mál og nauðsynjar viðraðar.  Vonandi koma málefnalegar athugasemdir við þeim. Hlakka til að skiptast á skoðunum við ykkur.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband