Hvenær tekur þetta enda?

Ég sem var að vona að þetta Seðlabankamál færi að heyra fortíðinni til. Vonandi verður það ekki dregið fram í næstu viku að afgreiða það. Þingheimur verður að fara að taka önnur mál á dagskrá. Það er mjög aðkallandi að ræða vanda heimilanna. Það er  eitt af þeim málum sem verður að taka á núna strax og þar dugar engin plástursaðgerð. Til þess að koma til móts við vanda heimilanna verður að fara í  stórtækar aðgerðir s.s. verulega lækkun  vaxta á húsnæðislán. Ég tel að það að lækka vexti nú  sé sterkari en að taka verðtygginguna af ekki síst vegna þess að það er víðtækari og flóknari aðgerð og hefur áhrif á fleiri þætti s.s. lífeyris- og sparifjáreigendur o.fl. 


mbl.is Lausn ekki fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju segir flugfreyjan að ekki sé hægt að ræða önnur mál fyrr en búið er að reka Davíð. Ég skil ekki samhengið. Meðan Róm brennur vill hún ekkert gera nema að koma honum frá. Undarleg forgangsröðun þar. Þú hefðir mátt nefna að fyrirtækin þurfi miklu fremur skjóta aðstoð. Jafnvel þú fengir ekki laun þín nema að þau starfi, einfalt mál, jafnvel mikilvægara en að setja skuldara á framfæri ríkissjóðs, til þess þarf auðvitað að tryggja þeim auma sjóði tekjur. Hæstu lán einstaklinga eru húsnæðislánin. Flest eru með vexti á bilinu 4-5 %. Hvað leggur þú til að þeir vextir verði lækkaðir í til þess að "taka á vanda heimilina" ? Svar óskast með rökstuðingi.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 22:18

2 identicon

Ekki að furða Gulla mín.

Öll þjóðin bíður eftir því að eitthvað af þessu sem þú nefnir verði gert.

Þjóðinni er held ég samt skítsama um þetta sem stjórnin kallar Seðlabankamál. Það skiptir engu máli. Og á bara að fella það niður og vera ekki að dvelja við það sem skiptir ekki máli.

Var nokkuð smá prentvilla hjá þér. (skatta á húsnæðislán?)   Á það ekki að vera vextir á húsnæðis lán?  

Þú ert með rétta púlsinn á þessu og vilt fara að taka til hendinni.

Prófkjörskveðjur.

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 22:20

3 identicon

Svona bara útaf því sem hann Örn var að segja, þá finnst mér óþarfi að vera eitthvað að árétta það að hún Jóhanna hafi einhverntíma verið flugfreyja.  Ekki þar fyrir að hún var afbragðs flugfreyja, það veit ég frá fyrstu hendi frá þeim tíma sem ég ferðaðist milli USA og Evrópu nánast vikulega um langa hríð, og hún var iðulega á vaktinni.  Og er enn.  Og hún er afbragðs manneskja. 

Og ég efast kannski ekki endilega um að Örn hafi rangt fyrir sér með vaxtaprósentuna 4-5%,  en mér finnst hann gleyma því að stór hlutl, ef ekki megnið er í erlendri mynt, þannig að raunvextir miðað við laun fólks er líklega nær 104-105%.  Og það er að gera útaf við heimilin.

Ég er sammála Erni um fánýti þess að vera að vasast nokkuð meira í þessu sem Jóhanna kallar Seðlabankamál.  Hætta því bara og snúa sér að raunverulegum vandamálum

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 23:00

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Afnema verðtryggingu sem allra fyrst. Annað er ekki glóra.

Jón Halldór Guðmundsson, 23.2.2009 kl. 23:17

5 identicon

Sæll Ólafur. Takk fyrir að vera málefnalegur. Ég er sammála því að ég hefði getað sleppt því að hún hefði verið flugfreyja en það var ekki ég sem hóf þessa vitlausu umræðu um menntun þess fólks sem við höfum kosið til þess að vera fulltrúar okkar á Alþingi og jafnvel ráðherrar. Þú mannst örugglega eftir þessari umræðu og Jóhanna svo tók hana beint upp þegar hún samdi frumvarp sitt um væntanlegan Seðlabankastjóra og mastersgráðu hans. Ég veit ekki hvaðan þú hefur það um lán heimilina séu "megnið er í erlendri mynt", hef ekki séð það staðfest, þótt það voru vissulega margir tilbúnir að græða á lægri vöxtum. Ég man ekki betur en að einhverjir hefðu verið spurðir um þá rúllettu áður en þeir tóku þá áhættu. Þeir ætluðu sér að verða flottari í sínum ákvarðanatökum en við hinir vitleysingjarnir sem héldum okkur við krónuna, enda tekjur okkar í krónum. Jafnvel er sagt að Vilhjálmur adjúnkt í Háskólanum hefði tekið ákvörðun að treysta að stöðugan erlendan gjaldmiðil. Nú situr þetta fólk í súpunni, hvað ef þetta hefði farið öðruvísi ? Nú kemur þetta fólk fram og vill að ríkissjóður (skattborgararnir) borgi brúsan. Sorry, ég er ekki tilbúinn til þess, þetta fólk hefði ekki viljað borga mínar rúllettu ákvarðanir hefði málið verið öfugt, er það ?

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 23:32

6 identicon

Sæll Örn.

(Ég bið Gullu afsökunar á því að vera þátttakandi í að nota síðuna hennar í svona tveggja manna tal, en vona að hún fyrirgefi það sem frambjóðandi í prófkjöri).

Þú ert nú alveg þokkalega málefnalegur sjálfur takk.  Og það er rétt hjá þér að ég hef engar staðreyndir um hlutfall lána sem eru "körfulán" gagnvart því sem eru  venjuleg íslensk lán. En mig langar að vita það.

Og margir voru tilbúnir til að "græða".  Og engir tilbúnir til að tapa.  En nú höfum við öll tapað.  Töluverðu.  Sem þjóð.

Kannski er ég vanhæfur til að tala um þetta vegna þess að ég er skuldlaus maður. Ég veit það ekki. Ég hef oft skuldað, og þekki tilfinninguna.. Samt finnst mér að það þurfi að leiðrétta hag skuldsetts fólks og að skuldunauturinn beri þá ábyrgð að hann verði að leiðrétta það sem hann leiddi skuldarann inn í á forsendum sem hvorugur sá fyrir.  Við verðum sem þjóð að taka ábyrgð á þessu.

Þegar ég var ungur maður í Englandi fyrir mörgum árum voru húsnæðislán 100% plús að lánað var 10% að auki fyrir innbúi.  Þetta gekk vel.  En ef fólk lenti í vandræðum, og það voru fáir, var það lánveitandinn sem bar skaðann sem eignin bar ekki, og enginn frekari eltingaleikur var uppi hafður við skuldarann.  Hann var laus. En svosem eignalaus líka.  Það þótti nóg.  Þetta hefur verið öðruvísi á Íslandi, en það þarf að breytast.

Ég er nú að flækjast á þessari síðu vegna þess að ég þekki hana Guðrúnu Katrínu Árnadóttur, hana Gullu, sem býður sig fram fyrir Samfylkinguna í Norðausturkjördæmi.  Ég mun kjósa hana í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar sem fer fram að ég held um þar næstu helgi.  Það geri ég vegna þess að ég er sannfærður um að hún muni leggja sitt ítrasta af mörkum til þjónustu réttlætis á öllum sviðum.  Hún hefur víðtæka mannlega og starfslega reynslu.  Hún er mannþekkjari.  Fljót að hugsa.  Fljót til aðgerða. Þolir ekki órétt og stendur við það sem henni finnst rétt.  Og það strax. 

Væri gaman að heyra meira frá þér, Örn.

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 00:26

7 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Þakka þér fyrir stuðninginn Óli minn, á minni síðu mega allir tjá sig . En hver og einn verður að bera ábyrgð á orðum sínum  sjálfur.

Ég get vel verið sammála þér Örn að vextir á Íslandi eru almennt allt of háir hvort sem er á fyrirtæki eða heimili.  Æskilegast er auðvitað að lækka alla vexti strax og vonandi verður það gert  þegar Seðlabankafrumvarpið hefur verið afgreitt.

 

 Ég er líka innilega sammála þér Jón Halldór  æskilegast af öllu er að afnema vertrygginguna. Það er krafa sem nánast allir geta verið sammál um. Það er skelfilegt að hún skildi yfir höfuð hafa verið tekin upp. Það sem meira er að það eru ekki nema örfá lönd í heiminum með verðtryggingu og Ísland er eitt af þeim. En meðan ástandið er eins og það er í okkar samfélagi er mér sagt að það sé mjög óráðlegt að afnema verðtrygginguna.

 

Þú spyrð Örn hversu lága vexti ég vilji hafa á íbúðarlánum þá get ég upplýst þig um það að ég vil að vextir fari a.m.k. niður í 2% .  Raunvextir (vextir umfram verðbólgu) eru t.d.  1,5-2% í V-Evrópu og N-Ameríku. Ef verðtryggðir vextir húsnæðislána hér myndu lækka úr 5% í 2% þá myndi raunafborgun hvers mánaðar lækka um 35%. Lægstu bankavextir til Húsnæðislána í Landsbankanum eru nú 6,3% og þeir hæstu eru 10,8%. Með lækkun í 2% myndi raun greiðslubyrði þessara lána lækka um 40 – 60%. Ekki má gleyma því að verðbólga er nú ca. 15% og þeir vextir bætast á heimilin þó svo laun flestra heimila fari nú snar lækkandi auk þess sem skattar og framfærslukostnaður fara hækkandi.  Við skulum ekki gleyma því að skattar á fyrirtæki og fjármagnseigendur eru lægstir í V-Evrópu á Íslandi.

 

Meðan að Róm brann hefði verðið gáfulegast að losa sig  við  Calicula keisara  enda var það hann sem lét kveikja í borginni. Hvað segir það okkur?

 

Guðrún Katrín Árnadóttir, 24.2.2009 kl. 13:37

8 identicon

Sæll Ólafur & Guðrún. Takk bæði fyrir að svara mér, sérstaklega þú Guðrún fyrir að lofa okkur Ólafi að fara um víðari völl á síðunni þinn en það er þér samt sem áður ekki til skaða. Það kom fram í dag í Mogganum að húsnæðisskuldir okkar eru um 2000 milljarðar, þar af undir 400 milljarðar (væntanlega á núverandi gengi) í "körfulánum" eins og Ólafur kallar þau. Ergo, þau eru innan við 20 % af þessum lánum og gott að vita til þess. Þetta er því Ólafur, ekki "stórt hlutfall eða megnið" eins og þér datt í hug. Annað: Ég verð að efast verulega um þessa útreikninga þína á vöxtum, Guðrún. Áskil mér morgundaginn til þess að sannreyna það sem þú segir og kem svo hér inn aftur. Að lokum: Við skulum ekki gleyma því að þetta fólk sem tók körfulánin hló að okkur hinum vitleysingjunum, þau voru svo klár. Svo kom bara í ljós að rúllettukúlan rataði vitlaust. Meðan hjólið snérist þeim í hag voru þau að græða og við að tapa, svo snérist málið við. Ég man ekki eftir þeirri umræðu að þeir sem voru mín megin hafi fyrst beðið þau um að hjálpa okkur. Svo snýst allt við og við eigum að hjálpa þeim !

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 23:23

9 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Sæll Örn.Það er mjög gott að fá málefnalega gagnrýni á það sem maður heldur fram. Ekki síst í ljósi þess að ég er að fara í prófkjörsslag, það bara herðir mann að fá gagnrýni. Ég vil samt taka fram hér að ég fór inn á síðu Landsbankans og fékk upplýsingar um vexti á íbúðalánum á vef hans. Ég veit að vextir íbúðalánsjóðs eru ekki eins háir  þeir eru held ég 5%-4% eins og þú sagðir. En það er  mjög stór hluti íbúðareigenda í dag með 100% lán í íslenskum bönkum. Vextir Ibúðalánasjóðs eru of háir að mínu mati á meðan við höfum verðtryggingu. Í Bandaríkjunum  eru vextir t.d.  0% núna.

Guðrún Katrín Árnadóttir, 25.2.2009 kl. 08:30

10 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Tek undir þetta með þér Örn . Það var og er allt of mikil virðing borin fyrir peningum og þeim sem eiga þá. Þegar allt kemur til alls þá er þjóð fólkið sem býr og lifir í landinu ( hin venjulegi Jón Jónsson),og það fólk vill lifa mannsæmandi lífi. Það á lika fullan rétt á því það er, þegar öllu er á botninn hvolt það fólk sem heldur þjóðinni gangandi.

Guðrún Katrín Árnadóttir, 25.2.2009 kl. 08:39

11 identicon

Gagnleg og upplýsandi umræða. 

Allavega er ljóst að þeim sem keyptu íbúðir í stórri skuld er stór vandi á höndum.  Þeir geta ekki greitt vegna þess að skuldin er orðin miklu stærri en útreikningar gerðu ráð fyrir.  Ekki dugar að selja íbúðina, ef hún það selst stendur verðið aðeins undir hluta skuldarinnar. Laun þeirra hafa ekki hækkað, í mörgum tilfellum lækkað.  Fjölmargir hafa misst atvinnuna.

Að öllu venjulegu myndi húsnæðið lenda á nauðungaruppboði og vera selt fyrir hluta þeirrar skuldar sem á því hvílir, skuldarinn eltur áfram útaf eftirstöðvunum og verða gjaldþrota vegna þess að hann getur ekki greitt.  

Stjórnvöld gera sér grein fyrir því að ekki gengur að vera með hálfa þjóðina gjaldþrota og heimilislausa.   Gera sér grein fyrir því að ekki er hægt að draga tönn úr tannlausu fólki. 

Og hvar er þa skuldin eftir allt saman.  Hjá bönkunum, sem þýðir að hún er hjá Ríkissjóði ógreidd um aldur og ævi.

Þetta líta stjórnvöld á sem verkefni.  En þau hafa ekki mátt vera að því að snúa sér að þessu verkefni vegna þess að þau eru upptekin við að rústa Seðlabanka landsins vegna skuldbindinga sinna við "Alþingi Götunnar" sem er óabyrgur skríll.

Einn Seðlabankastjórinn er hættur störfum að kurteislegri ósk Forsætisráðherra.  Og samstundis ráðinn að Seðlabanka Noregs, sem ætti að segja okkur á hvaða leið Ríkisstjörnin er með þetta allt saman.  Það er hlegið að okkur um allan heim og okkur vorkennt ráðleysið.

Það verður að fara að  gera eitthvað raunhæft.

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband