Prófkjör.

Eins og þegar hefur fram komið þá hef ég ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Ég skráði mig fyrst í stjórnmálflokk 16 ára gömul og hef starfað í pólítík allar götur síðan, alltaf fyrir jafnaðarmenn. Ég hef að sjálfsögðu verið mis virk í pólítísku starfi en síðustu 20 ár hef ég unnið að krafti ( þ.e.a.s. bak við tjöldin) við að koma KARLMÖNNUM á þing. Ég sé ekki eftir þeirri baráttu því hún hefur  verið skemmtileg og oftast hef ég horft með stolti á  eftir þeim karlmönnum sem ég hef stutt á þing. En nú er öldin önnur, nú er komin tími á breytingar og þær breytingar verða einungis til undir forustu kvenna eða a.m.k. verða konur að koma af meiri krafti að þeim breytingum.

Töluverð umræða hefur verið um kynjakvóta í sambandi við uppröðun á lista flokkanna. Félagsmálráðherra hefur beint þeim tilmælum til formanna  stjórnmálaflokkanna að þeir tryggi það að konur verði í öruggum þingsætum. Ég hef alla tíð verið fylgjandi því að fólk eigi að komast áfram vegna eigin verðleika. Það er ekki gott að kjósa konu bara af því að hún er kona. Það á ekki heldur að kjósa karl bara af því að hann er karl.  Það er nefnilega ekki jafnræði í þessu a.m.k. ekki alltaf. Oft hefur maður séð góðar frambærilegar konur bera skarðan hlut frá borði,  því þingsætin eru frátekin körlum. Og oft sitja vanhæfir Karlar allt of lengi á þingi. Hitt er öllu alvarlegra að þrátt fyrir mikla jafnréttisumræðu þá eru konur í miklum minnihluta á hinu háa alþingi. Meðan svo er þá er ég eindreginn stuðningsmaður þess að tryggja konum öruggt sæti á alþingi. Jafnrétti á að vera sjálfsagður hlutur á okkar tímum og viðhorf karls og konu verða að vera í nokkuð jöfnum hlutföllum ekki síst á alþingi. 

Svo ég kynni sjálfa mig pínulítið, þá er ég þriðja í röðinni af sex systkinum. Foreldrar mínir eru bæði verkafólk og ólst ég upp við það að  ekki voru alltaf til nægir peningar til að fæða og klæða sex börn. Foreldrar mínir voru útsjónarsamir og nýttu allt sem hægt var. Hvort sem það var til matar eða klæða. Þótt ég segi að það hafi verið mín gæfa að eiga ekki allt til alls sem barn þá  get  vel skilið þær fjölskyldur sem eru illa staddar í dag og eiga vart til hnífs og skeiðar.   Ef eitthvað er þá er erfiðara að vera fátækur í dag heldur en það var þegar ég var að alast upp. Ekki síst þess vegna verður að koma fjölskyldum í þessu landi til hjálpar stax. Það var nóg af fátæku fólki á Íslandi fyrir bankahrunið og ekki fækkað í þeim hópi eftir hrun svo mikið er víst.

Ég tel mig  hafa úr töluverðri og margbreytilegri lífsreynslu að moða sem getur nýst mér í strarfi á alþingi. Ef ég næ brautargengi í eitt af efstu sætunum á lista Safylkingarinnar í komandi kosningum þá heiti ég því að starfa af heilindum og heiðarleika fyrir Norðausturkjördæmi. Ég mun verða þingmaður alls kjördæmisins ekki bara einhvers eins svæðis. Það er margt sem brennur á mér að gera hér í þessu kjördæmi. Það er mér hjartans mál að halda landsbyggðinni á lífi. Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að stefna fyrverandi stjórnvalda hafi fremur miðað að því að leggja landsbyggðina niður fremur en að byggja hana upp. Söngurinn um uppbyggingu á landsbyggðinni hefur ekki verið trúverðugur hjá þeim sem hafa setið við stjórnvölinn síðastliðin 12 ár á alþingi. Það hefur að sjálfsögðu margt gott verið gert en betur má ef duga skal. Í fjölmiðlum heyrum við hróp ráðamann um samdrátt á öllum sviðum . En ef hjólin eiga að geta haldið áfram að snúast þá verðum við að halda framkvæmdum áfram og fara í þær framkvæmdir sem koma landsbyggðinni best t.d. bætar samgöngur milli byggðalag.

Nái ég þingsæti í komandi kosningum mun ég beita mér fyrir bætum samgöngum og öðrum arðbærum framkvæmdum, því takið eftir samgöngur eru arðbærar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var löngu kominn tími á þetta! :)

Kv. Ívar Pétur

Ívar Pétur Kjartansson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 22:54

2 identicon

Gangi þér allt í haginn. Þú átt minn stuðning.

Ágústa Berg Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 06:41

3 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Takk fyrir það Ágústa

Guðrún Katrín Árnadóttir, 19.2.2009 kl. 08:15

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Velkomin í slaginn. Ég er sammála þér að það á að kjósa fólk eftir verðleikum ekki eftir kyni. Því miður held ég að forskot þeirra "gömlu" það er þeirra sem fyrir eru, sé svo mikið að bæði þú og Jónína Rós eigið erfitt uppdráttar. Þú manst hvernig fór í síðustu kosningum og hvernig smölunin var þeim efstu til framdráttar. Gangi þér vel.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 19.2.2009 kl. 09:38

5 identicon

Takk fyri það Elma. Maður verður þá bara að taka niðurstöðum kosninganna.

Mín skoðun er sú að nú er þörf á konum á þing. 

Guðrún Katrín Árnadótir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 11:48

6 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Við höfum ekki efni á því að sneiða framhjá konum í þingsæti

Guðrún Katrín Árnadóttir, 19.2.2009 kl. 11:51

7 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Velkomin í slaginn, Gulla mín, hlakka til samstarfsins

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 20.2.2009 kl. 15:56

8 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Til hamingju með þetta og hlakka til kosningabaráttunnar. :)

Svala Jónsdóttir, 21.2.2009 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.