Sjálfsblekking Sjálfstæðismanna

Það er með ólíkindum hvernig Sjálfstæðismenn reyna endalaust að draga Samfylkinguna inn í spillingarvef sinn. Hlustar þetta fólk ekki á fréttaflutning nema með öðru eyranu? Bókhald Samfylkingarinnar hefur verið opið öllum sem hafa viljað skoða það í mörg ár. Samfylkingin hefur barist fyrir því árum saman að gera bókhald stjórnmálflokka opinbert með  allt uppi á boðinu. Það hefur ekki verið hægt að segja það sama um Framsóknarflokkinn  og Sjálfstæðisflokkinn.

Samfylkingin er að fá álíka mikið í styrki frá öllum styrktaraðilum 2006 eins og Sjálfstæðisflokkurinn er að fá frá einum aðila eða  samtals   36 milljónir á móti 80.9 milljónum Sjálfstæðisflokksins.  Framsóknarflokkurinn er einnig að fá dágóðar upphæðir frá einstaka aðilum og í raun hlutfallslega meira en aðrir miðað við stærð. Framsókn og Samfylkingin eru að fá hæst 5 milljónir frá einu  fyrirtæki. Að mínu mati er það  of mikið frá einum aðila og játa ég það hér og nú að ég er ekki ánægð með minn flokk að þiggja svo háan styrk frá einstaka fyrirtæki.

Ég tók þátt í Prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Í mínum flokki var óskað eftir því að menn eyddu ekki meira en 300 þúsund í prófkjörsbaráttuna, hjá Sjálfstæðisflokknum var hámark 2 milljónir. Það er að mínu mati með öllu ólíðandi að frambjóðendur séu að þiggja háa styrki í prófkjöri frá einstaka styrktaraðilum.

REI málið er kapituli út af fyrir sig  sem þarf sérumfjöllun en að halda því fram að Sjálfstæðismenn hafi komið í veg fyrir sameiningu REI og GGE er með ólíkindum. Í umræðunni um þennan samruna þá kom það aldrei fram að Sjálfstæðismenn væru neitt sérstaklega á móti honum heldur þvert á móti. Eru Sjálfstæðismenn búnir að gleyma blaðamannafundinum sem þeir héldu sjálfir í ráðhúsinu í Reykjavík 8. október 2007. Eða halda þeir kannski að þjóðin sé búin að gleyma honum?  Á Þeim fundi kynntu þeir að selja ætti REI að fullu út úr Orkuveitunni.  Þeir gleymdu hins vegar að kynna þetta fyrir samstarfsflokki sínum en það bjargaði Orkuveitu Reykjavíkur eins og allir muna . Samstarfsflokkurinn gat ekki unað ákvörðun Sjálfstæðismanna og sleit samstarfinu. Þetta muna þeir sem það vilja.

Þorgerður Katrín , Gísli Marteinn og þið hin sem haldið öðru fram, ég bið ykkur hættið að hafa fólk að fíflum.

 

 


mbl.is Aldrei heyrt alvarlegri ásakanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eninga meninga, okkur vantar peninga.

Er einn banki settur á hausinn til að bjarga örðum eða hvað?

 

Það vakna hins vegar upp sú spurning í mínum kolli hvort grundvöllur sé fyrir banka í einkarekstri í því þjóðfélagsástandi sem við búum við í dag. Er ekki betra að fjármagnsmarkaðurinn fái að jafna sig eftir hrunið áður en farið er að einkavæða bankana? Í sjálfu sér hef ég ekki mikla þekkingu á þessu sviði en mannleg skynsemi segir mér að það hljóti að vera betra að byggja upp traustar stoðir í núverandi  bankakerfi áður en það er gefið frjálst að nýju ( sem ég raunar vona að verði aldrei aftur gert a.m.k. ekki að fullu). Það er ekki bara að við erum tæknilega komin á hausinn sem þjóð, heldur er kreppan að skella á af meiri þunga um  heim allann. Það gefur því augaleið að það er ekki mikið  af peningum til skiptanna í heiminum yfirleit.


mbl.is Óttast áhlaup á Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru nýliðarnir ?

Er ekki efnt til kosninga nú m.a. vegna þess að krafa fólksins er um breytingar á framboðslistum flokkanna? Það hefur því miður ekki gengið eftir samkvæmt  niðurstöðum úr prófkjörum flokkanna undanfarið. Ég held einnig að það verði lítil von fyrir ný framboð að ná árangri í þessum kosningum fremur en í öðrum kosningum. Það eina sem ný framboð gera er að leggja grunn að velgengni hægriaflanna. Það er nefnilega oftar en ekki þannig að þeir sem stofna til nýrra flokka koma mjög oft af vinstri vængnum. Þau gera yfirleitt ekki annað en að sundra félagshyggju- og vinstrafólki upp í margar fylkingar. Það er töluvert til í orðtakinu

,,Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við" ég vona að vinstri menn hafi það í huga í komandi kosningum. Annað sem kemur upp í huga minn er hlutur kvenna Það er nú ekki hægt að hrópa húrra fyrir honum í prófkjörum liðinna vikna a.m.k. ekki í NV og NA kjördæmi.


mbl.is Einar efstur, Ásbjörn nú annar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumur Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna rættist a.m.k.

Það var eins og margir muna forgangsatriði hjá Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum að selja þessar mjólkurkýr þjóðarinnar. Það hefur greinilega verið ýmislegt á sig lagt til að láta þann draum rætast. Kannski ástæðan fyrir því að það gleymdist að verðleggja listaverkin  sé sú að þeir voru  of syfjaðir til að muna eftir þeim. Eða var það kannski meðvituð ákvörðun?


mbl.is Samson hótaði viðræðuslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fátt er svo með öllu illt

Flott hjá verkalýðsfélagi Akranes og flott hjá HB Granda. Vonandi sjá fleiri fyrirtæki sér hag í að greiða starfsmönnum sínum hærri laun á þessum síðustu og verstu.


mbl.is Starfsfólkið fær 13.500 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hennar tími er kominn

Ég dáist af Jóhönnu  fyrir þann kraft og úthald sem hún hefur í pólitíkinni. Vinsældir hennar bæði inna flokks og utan sýna svo ekki verður um villst að hún á mikið eftir en. Sennilega stendur hún á hápunkti ferils síns núna. Pólitíkin hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá henni eins og alþjóð veit. Hennar tími er kominn það er víst.


mbl.is Var á leið að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Soffíu frænku í málið

Ég ætla rétt að vona að Soffía frænka (Eva hin norska) aðstoði saksóknara við að hafa hendur í hári ræningjanna. Það á eflaust ýmislegt óhreint eftir að koma í ljós þegar farið verður að skoða málin betur.


mbl.is Fimm lífeyrissjóðir í rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófkjör ekki konum í hag.

Prófkjör í Norðausturkjördæmi eru ekki  að tryggja konum mörg örugg þingsæti.

Á alþingi íslendina eru 30% þingmanna konur. Ég velti fyrir mér hvort hlutur kvenna eigi eftir að styrkjast eftir kosningar í apríl???

Í fljótu bragði sýnist mér að svo muni ekki vera a.m.k. ekki í Norðausturkjördæmi.

Niðurstöður prófkjöranna í kjördæminu er þessar:

Samfylking;  karlar í tveim efstu sætunum, kona í því þriðja.

Sjálfstæðisflokkur;  karlar í tveim efstu sætum og kona í því þriðja.

Framsóknarflokkur;  karlar í tveim efstu sætunum og kona í því þriðja.

Vinstri Grænir þar er karl í fyrsta sæti og kona í öðru sæti.

Það er m.a. vegna þess að hjá VG er regla um fléttulista í öllum kjördæmum. Að mínu mati mættu fleiri flokkar taka fyrirkomulag VG sér til fyrirmyndar.

Mér sýnist á öllu að kvenþingmönnum í kjördæminu komi til með að fækka um a.m.k. einn.

Hvað er eiginlega að kjósendur góðir, njóta konur ekki meiri virðingar og trausts kjósenda??  Eða eru það bara gamlar hefðir sem ráða ákvörðun okkar eða kannski kosningabandalög karlanna??


mbl.is Birkir Jón sigurvegari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigur auðmanna

Hvers vegna var ekki búið að frysta eignir auðmanna? Þó svo að ég styðji ekki VG þá get ég stutt þessa tillögu  þeirra. Jón Ásgeir er örugglega ekki versti skúrkurinn af þeim útrásarvíkingum sem settu þjóð okkar á hausinn. Þeir eiga eflaust fleiri eigur sem hefði verið hægt að láta upp í skuld þjóðarbúsins. Eða til að bjarga stórskuldugum íbúðarkaupendum í landinu.


mbl.is Jón Ásgeir selur snekkju og flugvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

148 miljarðar hvað???

Þetta eru svo óraunuverulegar tölur að maður skilur þær ekki. Voru það ekki þessir menn sem söguðust geta komið Íslandi til hjálpar rétt fyrir jól?


mbl.is Ósk um gjaldþrotaskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.