Söguleg ríkisstjórn

Ný stjórn jafnaðar- og vinstri manna hefur tekið við stjórnartaumunum í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Það var ekki laust við að maður klökknaði við að heyra og sjá hvað þau Jóhann og Steingrímur virtust samstíga í því að láta þessa stjórn lifa farsælu lífi. Sjálf er ég sannfærð um að einungis undir forustu jafnaðar - og vinstrimanna er hægt að rétta þjóðarskútuna af í þeim ólgusjó sem hún er komin í. Ég treysti því að þessi stjórn taki á því óréttlæti sem dunið hefur yfir þessa þjóð s.l. 18 ár  sem felst m.a. í græðgi og spillingu auðmanna á kostnað þeirra sem minna mega sín.

 Það var mjög svo ánægjulegt að heyra Jóhönnu tala um að þessi ríkisstjórn ætlar að láta það verða eitt af sínum fyrstu verkum að taka á ofurlaunum opinberra starfsmanna. Það er að sjálfsögðu ekkert vit í því að á vegum ríkisins séu embættismenn á hærri launum en æðstu menn þjóðarinnar. Það hlýtur hver maður að sjá að það er í hæsta máta óeðlilegt.

Ég óska nýrri stjórn farsældar og langlífis á þeim erfiðu umbrotatímum sem framundan eru.


mbl.is Ný ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöndum við gerða kjarasamninga

Í mínum huga er 1.maí baráttudagur. Þegar ég bjó í Reykjavík tók ég alltaf þátt í 1. maí göngu. Hér á Seyðisfirði hefur ekki verið 1. maí ganga síðan ég var lítil stúlka. Bæjarbúar og verkalýðsfélagið  hafa engu að síður haldið veglegt 1. maí kaffi þar sem baráttumál verkalýðsins hafa verið reifuð.

Undanfarin 5 ár hefur mér fundist ákveðið andleysi ríkja í garð verkalýðhreyfingarinnar. Verkalýðshreyfingin hefur verið kraftlítil á heildina litið þó svo eitt og eitt verkalýðsfélag hafi haft sig í frammi og staðið vörð um réttindi launafólks. Helstu forystumönnum launafólks er meir í mun að viðhalda háu vaxtastigi fyrir lífeyrissjóðina en að minnka vaxtaokið á þjóðinni og bæta kjör félagsmanna sinna.

 

 Í ár má gera ráð fyrir að baráttumálin verði svolítið sérstök. Við erum búin að búa við ótrúlega falsmynd peningaflæðis og góðæris undanfarin ár. Það hefur haft áhrif á verkalýðshreyfinguna  eins og alla aðra. Þenslutímabil undanfarinna ára skilur allt samfélagið eftir í rjúkandi rúst. Það er líkast því að stormsveipur hafi farið yfir landið svo mikil eru áhrif þenslunnar og ekki síst ofurlauna örfárra manna á samfélag okkar. 

Eftir stendur þjóðfélag þar sem 70% fyrirtækja ramba á barmi gjaldþrots, þrátt fyrir góðærið. Hvar var allt þetta góðæri? Eitt er víst það var ekki á landsbyggðinni og það kom ekki til láglaunafólks.  Það er ekki sanngjarnt að kreppan bitni á þessum aðilum. Því hlýtur krafa dagsins að vera sú að staðið verði  við gerða kjarasamninga, sérstaklega fyrir láglaunafólk.

 

Því er gjarnan haldið á lofti að setja eigi fjárglæframennina bak við lás og slá fyrir þá ógæfu sem þeir leiddu þjóðina út í. Ég er ekki viss um að ég sé sammála því. Þeir hafa valdið þessu þjóðarbúi nægilegum skaða, hvers vegna að verðlauna það með fríu fæði og húsnæði á kostnað ríkisins. Nú er tími endurreisnar og því skildu þeir ekki vera látnir taka þátt í því? Fangelsi eru fyrir hættulegt fólk, fjárglæframenn á setja í samfélagsþjónustu. Þeir gætu t.d. afhent þjóðinni allar sínar eigur og farið að vinna í fiski fyrri 900  kr. á tímann eins og sumir þurfa að gera .

 

Launafólk til hamingju með daginn.

Áfram Ísland. 


mbl.is „Kreppa nærð af græðgi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópa við erum hér

Ég vona að vinstri menn nái saman um Evrópumálið sem fyrst. Ég get ekki skilið hvaða tilgangi það á að þjóna að fara fyrst í þjóðaratkvæði um viðræður. Síðan í aðildarviðræður og eftir það í  aðrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Fólkið í landinu verður  að  vita um hvað verið er að kjósa. Það getur ekki vitað það nema að undangengnum aðildarviðræðum. Því miður virðist manni tvöfaldri kosningu ekki ætlað neitt annað en að tefja málið. Er það lýðræðislegt?
mbl.is Ekki víst að langt sé í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er hægt að hafa áhrif

Það er hægt að hafa áhrif þrátt fyrir að ekki hafa verið tekin upp ný lög um að raða á lista. Það tekur hins vegar marga daga að fara yfir útstrikannir. Það er eins gott að kosið verði í gegnum tölvu þegar farið verður að raða listunum í kjörklefanum. Annars tekur margar vikur að telja atkvæðin og finna út hverjir eru þingmenn.


mbl.is Árni Johnsen niður um þingsæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósum rétt

 

Nú er komið að því. Fólkið í landinu kallaði eftir þessum kosningum, þess vegna á fólkið í landinu að mæta á kjörstað og láta skoðun sína í ljós með því að kjósa. Þannig virkar lýðræðið, ef við tökum ekki þátt í kosningunum þá erum við að gefa lýðræðinu langt nef.

Kjósandi góður taktu ákvörðun láttu skoðun þína í ljós mættu á kjörstað og kjóstu þá sem þú telur að séu best fallnir til að stjórna landi og þjóð.

 

 Ég efast ekki um að allir kjósa rétt Wink


mbl.is Bjarni Ben kaus fyrstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farið þið í viðræður strax

Ég vona að VG fari að átta sig á mikilvægi Evrunnar og Evrópusambandsins. Ég er svo ánægð með stjórnarflokkana að ég vil helst ekki sjá aðra flokka saman í ríkisstjórn eftir kosningar. Borgaraflokkurinn gæti að vísu verið góður með þeim ef hann nær einhverjum á þing.  Ef Samf. og VG verða  saman í stjórn eftir kosningar þá vona ég að það verði þeirra fyrsta verk að breyta sjávarútvegstefnunni. Þeir gætu t.d. byrjað á því að gefa krókaveiðar eða strandveiðar frjálsar hluta úr árinu. Ég skil ekki alveg sjávarútvegsstefnu Sjálfstæðismanna. Í sjónvarpsþættinum í kvöld kom fram að þeir vilja tryggja auðlindir í þjóðareign en um leið verja þeir eignarhald kvótagreifanna á sameign þjóðarinnar. Hvers konar stefna er það? 

Valið ætti ekki að vera erfitt fyrir þjóðina, núverandi stjórnarflokkar eru bestir saman. Ég trúi ekki öðru en að Samfylkingin eigi eftir að sannfæra VG um samningaviðræður við Evrópusambandið og í framhaldi af því þjóðaratkvæðagreiðslu.


mbl.is Evrópustefnan verði á hreinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðileg örlög

Ég sá myndina ,,Viltu vinna milljarð "  um páskana. Mér fannst myndin mjög áhrifamikil, enginn fer ósnortinn út af þessari mynd svo mikið er víst.  Ég hef ekki lesið bókina en mér er sagt að hún sé enn áhrifameiri.  Svona kvikmyndir opna augu okkar fyrir þeirri eymd sem ríkir í þeim löndum þar sem fólk býr við raunverulega fátækt. Það er hins vegar skelfilegt að hugsa sér að þessar sömu kvikmyndir auka á eymd fólksins sem tekur  þátt í gerð þeirra. Í myndinni svifust menn einskis til að ná sér í peninga. Menn lugu og  beittu ofbeldi  af verstu gerð fyrir peningana. Þetta er raunveruleiki þessa heims, eymdin leiðir til ofbeldis. Hræðilegt en satt.

 Líf barnanna hefur örugglega ekki verið dans á rósum síðan myndin fékk Óskarinn. Það er einmitt það sem er svo ljótt við gerð svona mynda . Hverjum  er þá  greiði gerður með þeim?  Hvernig á að ljúka vinnunni gagnvart fátækum leikurum myndarinnar?

 Ég veit það ekki, manni sýnist allir kostir vera slæmir. Það er hægt að gefa börnunum betra líf með nýjum heimilum, en þá situr fjölskyldan eftir í eymd og fátækt. Það er hægt að afhenda fjölskyldunni dágóða peningaupphæð, en yrði hún þá ekki í hættu gagnvart öðru fólki af sama uppruna. Maður stendur upp ráðþrota en fullur af meðaumkun gagnvart þessu fólki og virðist því miður lítið geta gert. Það er hræðilegt.


mbl.is Býður fræga dóttur til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

200 milljónir, það er mikið.

Er þetta ekki allt of kostnaðarsamt?

Ég hefði viljað sjá kosningum frestað a.m.k. fram í maí. Ég hefði látið reyna meira á málþóf sjálfstæðismanna. Það hefði endað með atkvæðagreiðslu og ég er ekki í vafa um að sú atkvæðagreiðsla hefði verið stjórnarskrár frumvarpinu í hag.

Fyrst ekki tókst að afgreiða það núna þá stefnir í kosningar aftur eftir tvö ár.

 Höfum við efni á þessu? 

 


mbl.is Kosningar kosta 200 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullnaðar sigur eða hvað?

Sjálfstæðismenn unnu fullnaðar sigur að þeirra eigin mati. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort þessi fullnaðar sigur skili þeim fleiri atkvæðum í komandi kosningum. Ég tek undir með Össuri, það sem átt hefur sér stað á Alþingi Íslendinga er ekkert annað en ofbeldi gegn lýðræðinu. Það er greinilegt að Sjálfstæðismenn geta ekki hugsað sér lýðræði nem því sem þeir stjórna. Eða eins og Hannes Hólmsteinn sagði eitt sinn. ,, Lýðræðið er besta stjórnarformið á meðan fólkið kýs rétt". Nú státa þeir sig af valdbeitingu sem þeir í raun ættu að skammast sín fyrir. En nei,  ekki þeir, þeir eru stoltir af verkum sínum. Það sjá vonandi allir í gegnum þetta réttlæti þeirra.


mbl.is Ofbeldi og skemmdarverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkin tala

Jóhanna hefur alla tíð staðið vörð um þá sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Það sannaði hún ekki síst í síðustu ríkisstjórn þar sem hún tryggði öryrkjum betri kjör en þeir höfðu áður  þekkt. Sjálfstæðismenn  sögðu  þá  að  henni væri ekki treystandi fyrir forsætisráðherrastólnum m.a. vegna þess að hún eyddi of miklu í félagslegakerfið.  Það var þá eitthvað til að hafa áhyggjur af .


mbl.is Vilja verja velferðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband