Stöndum við gerða kjarasamninga

Í mínum huga er 1.maí baráttudagur. Þegar ég bjó í Reykjavík tók ég alltaf þátt í 1. maí göngu. Hér á Seyðisfirði hefur ekki verið 1. maí ganga síðan ég var lítil stúlka. Bæjarbúar og verkalýðsfélagið  hafa engu að síður haldið veglegt 1. maí kaffi þar sem baráttumál verkalýðsins hafa verið reifuð.

Undanfarin 5 ár hefur mér fundist ákveðið andleysi ríkja í garð verkalýðhreyfingarinnar. Verkalýðshreyfingin hefur verið kraftlítil á heildina litið þó svo eitt og eitt verkalýðsfélag hafi haft sig í frammi og staðið vörð um réttindi launafólks. Helstu forystumönnum launafólks er meir í mun að viðhalda háu vaxtastigi fyrir lífeyrissjóðina en að minnka vaxtaokið á þjóðinni og bæta kjör félagsmanna sinna.

 

 Í ár má gera ráð fyrir að baráttumálin verði svolítið sérstök. Við erum búin að búa við ótrúlega falsmynd peningaflæðis og góðæris undanfarin ár. Það hefur haft áhrif á verkalýðshreyfinguna  eins og alla aðra. Þenslutímabil undanfarinna ára skilur allt samfélagið eftir í rjúkandi rúst. Það er líkast því að stormsveipur hafi farið yfir landið svo mikil eru áhrif þenslunnar og ekki síst ofurlauna örfárra manna á samfélag okkar. 

Eftir stendur þjóðfélag þar sem 70% fyrirtækja ramba á barmi gjaldþrots, þrátt fyrir góðærið. Hvar var allt þetta góðæri? Eitt er víst það var ekki á landsbyggðinni og það kom ekki til láglaunafólks.  Það er ekki sanngjarnt að kreppan bitni á þessum aðilum. Því hlýtur krafa dagsins að vera sú að staðið verði  við gerða kjarasamninga, sérstaklega fyrir láglaunafólk.

 

Því er gjarnan haldið á lofti að setja eigi fjárglæframennina bak við lás og slá fyrir þá ógæfu sem þeir leiddu þjóðina út í. Ég er ekki viss um að ég sé sammála því. Þeir hafa valdið þessu þjóðarbúi nægilegum skaða, hvers vegna að verðlauna það með fríu fæði og húsnæði á kostnað ríkisins. Nú er tími endurreisnar og því skildu þeir ekki vera látnir taka þátt í því? Fangelsi eru fyrir hættulegt fólk, fjárglæframenn á setja í samfélagsþjónustu. Þeir gætu t.d. afhent þjóðinni allar sínar eigur og farið að vinna í fiski fyrri 900  kr. á tímann eins og sumir þurfa að gera .

 

Launafólk til hamingju með daginn.

Áfram Ísland. 


mbl.is „Kreppa nærð af græðgi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Flott færsla hjá þér - langar til að kíkja inn í það fiskvinnsluhús sem Jón Ásgeir og Björgúlfur standa hlið við hlið við færibandið!!!

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 1.5.2009 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband