22.6.2009 | 08:26
Geir lofaði að borga.
Var ekki Geir búinn að ábyrgjast allar innistæður erlendis strax eftir hrunið??
Voru kannski þáverandi þingmenn og ráðherrar sjálfstæðisflokksins ekki spurðir álits á þeirri ákvörðun?
Ef þessi ríkisstjórn fellur þá sé ég ekki annað í stöðunni en að sett verði á laggirnar þjóðstjórn. Það er öruggt að ástandið mun ekki batna undir stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Við höfum 18 ára reynslu af þeim flokkum og þeir leiddu þjóðina þangað sem hún er nú stödd. Þjóðin er nýbúin að kjósa, kosningar eru dýrar. Við höfum ekki efni á því að kjósa á þriggja mánaðar fresti. Þar fyrir utan þarf meira en einn mánuð til þess að ná þjóðinni út úr því sukki sem hún hefur verið í s.l. 10 - 18 ár.
Það tekur alkahólista 6 vikur að hreinsa líkamann af fíkninni, síðan hefst uppbyggingarstarfið og það tekur mörg ár. Er ekki álíka komið fyrir íslenskri þjóð og illa förnum alkahólista. Þegar víman er runnin af honum þá þarf hann að horfast í augu við lífið og höndla það.
Icesave gæti fellt stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.6.2009 | 12:10
Þjóðhagsstofnun aftur takk.
Ég fagna því að veita eigi bönkunum meira aðhald en ég efast samt um að þetta sé það sem við þurfum í dag. Þetta eru töluverðir peningar árlega.
Hvers vegna endurvekja menn ekki Þjóðhagsstofnun. Henni var ætlað að fylgjast með þjóðarhag. Davíð Oddsson lagði hana niður af einhverjum óskiljanlegum orsökum. Kannski hefur eftirlit hennar verið útrásarvíkingunum fjötur um fót.
Stofna Bankasýslu ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.6.2009 | 13:44
Skil ekki þetta háa vaxtarstig
Ég er löngu búin að lýsa þeirri skoðun minni hér á þessari bloggsíðu að vextir eru allt of háir á Íslandi almennt , ekki síst í því árferði sem við búum við í dag. Vextir eiga ekki að vera hærri en 2%. Sama hvort um íbúðarlán eða önnur lán er að ræða. Þessi lækkun er þó hænuskrefí rétta átt, betur má ef duga skal.
Vextir Íbúðalánasjóðs lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 20.6.2009 kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2009 | 09:40
Hækkið þið launin
Verða láglaunafyrirtæki ekki að fara að líta í eigin barm. Ef það er rétt að lágmarkslaun eru lægri en atvinnuleysisbætur þá hlýtur eitthvað að vera að, er það ekki?
Atvinnuleysisbætur eru hæstar 140 þúsund kr. á mánuði. Laun í fiski hafa aldrei verið há, bónus og botnlaus vinna hefur hleypt þeim upp. Getur verið að vandinn liggi í því að s.l. áratug hafa fiskverkendur flutt inn ódýrt vinnuafl í stórum stíl. Nú er nóg af innlendu vinnuafli en það kýs fremur að vera á atvinnuleysisbótum heldur en að vinna. Lausnin er ekki að lækka atvinnuleysisbæturnar. Lausnin er að hækka laun fólks. Það hefði að vísu átt að gera það fyrir langa löngu. Treysta þessir menn sér kannski til að lifa á 140 þúsundum á mánuði ?
Barningur að fá fólk til fiskvinnslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.6.2009 | 22:45
Afleiðing góðæris.
Þetta er skelfilegt. Það skelfilegasta er að í góðærinu þá lánuðu bankarnir fólki eins mikið fé og það vildi. Maður veltir fyrir sér hvort allir sem fengu 100% íbúðarlán hafi verði borgunarfólk fyrir lánunum þrátt fyrir góðæri. Fólk var hneppt í fjötra á fölskum forsendum. Allt fyrir frjálshyggjuna og peningana, það var boðskapur svokallaðs góðæris.
Hver ætli tapi eða vinni mest á þessu eftir allt saman?Bankinn fékk ekki lyklana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.5.2009 | 17:03
Áfram Obama
Hvað ætli Repúblíkanar sjái við þessar fangabúðir?? Ég trúi ekki að menn vilji halda í það ofbeldi sem viðgengst þar, jafnvel þó maður sé Repúblikani.
Skipulögð barátta gegn Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.5.2009 | 12:50
Það verður að koma heimilum til hjálpar strax.
Ég vona að viðunandi lausn finnist á þessu núna á þessu sumarþingi. Fólk getur ekki beðið lausna fram á haust.
Leiðréttingu, ekki ölmusu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.5.2009 | 18:33
Setjum þá í samfélagsþjónustu
Húsleit gerð á 10 stöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2009 | 20:30
Fyrningarleiðin er réttlát
Fyrningarleiðin er réttlátari en sumir halda, í henni felst að hætta á ókeypis úthlutun verðmæta til útvalinna á 20 árum. Mörgum finnst það allt of langur tími. Ég get vel tekið undir að í einstökum tilvikum getur hún virst óréttlát. Það er t.d. í þeim tilfellum þar sem menn hafa alltaf veitt allan kvótann sem þeir fá ókeypis en þurft vegna sífellt minnkandi heildar veiðiheimilda að kaupa rándýran kvóta til viðbótar til að geta viðhaldið starfsemi sinni. En hvaða óréttlæti er það að taka af þeim þann verðmæta kvóta á 20 árum sem þeir hafa alltaf fengið ókeypis. Hins vegar er það svo að miklu fleiri ókostir eru við núverandi kerfi en kostir. Heildar veiðiheimildir hafa farið minnkandi allt frá því þetta "verndarkerfi" var sett á og stöðugt minni afli kemur að landi. Brottkastið sem kvótakerfinu fylgir er hins vegar svo mikið að eflaust er meira veitt nú en áður ef vel er að gáð.
Allt of mörg bæjarfélög standa á brauðfótum m.a. vegna núverandi kvótakerfis. Nýliðun er allt of lítil og raunar ómöguleg. Stóru sjávarútvegsfyrirtækin hafa yfirtekið sjávarútveginn og lagt hann í rúst. Það kannast margir landsmenn við þær björgunaraðgerðir sem Samherji og HB- Grandi hafa stundað í gegnum tíðina. Þessi fyrirtæki fóru nánast ránshendi um sveitafélög landsins. Þau keyptu upp illa stæð fyrirtæki og fyrirtæki þar sem eigendurnir vildu hverfa burt með kvótagróðann sinn, jafnvel með loforðum um að viðhalda atvinnu í viðkomandi byggðarlagi. Ári eftir uppkaupin voru RISARNIR farnir úr sveitafélaginu með kvótann og skildu þá sem höfðu lifað af því að veiða og vinna aflann eftir allslausa. Þeir komu sjálfir þessu óorði á greinina og þeir eiga að axla ábyrgð á sínu framferði. Þeir komu einnig óorði á þá sem stunduðu sjávarútveg á heiðarlegan hátt við erfiðar aðstæður í því óréttláta kerfi sem nú er í gildi.
Það eru ekki mörg sveitafélög á Íslandi sem eru í blóma þrátt fyrir núverandi sjávarútvegsstefnu. Ég man í fljótu bragði eftir Dalvík, Akureyri, Reykjavík, Fjarðarbyggð, Ég man ekki eftir fleirum í bili og það væri gott að fá ábendingar um vel stæð sveitarfélög þar sem sjávarútvegur blómstrar vegna kvótakerfisins. Menn verða aðeins að líta út fyrir sinn rann þegar þeir dásama þetta kerfi. Hins vegar má segja, að framsalið hefur farið illa með útvegsmenn sem hafa keypt mikinn kvóta síðustu ár á fáránlegu ofurverði. Það mætti velta fyrir sér hvort þeir sem selt hafa kvóta t.d. s.l . 5 ár séu ekki skaðbótaskyldir gagnvart kaupendum kvótans. Voru þeir ekki að selja vöru sem þeir áttu ekki. Hins vegar mætti vel hugsa sér að þeir sem eingöngu eru að leigja út kvótann sinn skili honum nú þegar til ríkisins svo hægt sé að leiga hann út frá samfélaginu á sanngjörnu verði til þeirra sem eru að færa björg í bú. Síðast en ekki síst það er út í hött að kvóti geti erfst fá einni kynslóð til annarrar.
Veruleikafirrtur grátkór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.5.2009 | 21:27
Ekki hræðast LÍÚ Jón.
Jón Bjarnason ég óska þér heilla í nýju embætti og treysti því að þú takir á þessu óréttláta kvótakerfi.
Ráðherraskipti í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)