Ekki hræðast LÍÚ Jón.

Ég vona svo sannarlega að Jón Bjarnason láti hræðsluáróður LÍÚ manna ekki spilla fyrir annars frábærri sjávarútvegsstefnu VG og Samfylkingarinnar. Það þarf að taka á þessu óréttláta kvótakerfi strax í sumar. Það verður að vera númer eitt, tvö og þrjú  að efla smábátaútgerð og nýliðun í greininni. Það ætti að biðja LÍÚ menn að koma með raunhæfar tillögur um það hvernig efla á nýliðun í núverandi kerfi, ég hef aldrei heyrt þá minnast á það. Þetta bull í þeim í fréttum undanfarið um að allt fari á hausinn ef fyrningarleiðinni verði beitt er með ólíkindum. Eflaust fara einhverjir á hausinn, en koma þeir ekki til með að gera það hvort sem er, ekki síst í ljósi þess að mörg sjávarútvegsfyrirtæki eru  veðsett langt umfram það sem þau afla. Auðvitað endar allt á hausnum þegar eytt er um efni fram. Hvað um öll byggðalögin sem hafa misst veiðiréttinn vegna kvótakerfisins. Og hvað um allar þær fjölskyldur sem hafa þurft að flýja eignir sínar og vini vegna geðþóttaákvarðana kvótafurstanna? Og hvað um þá hundruði milljarða króna sem kvótabraskarar hafa hirt út úr atvinnugreininni og þar með frá sjávarbyggðunum.
Jón Bjarnason ég óska þér heilla í nýju embætti og treysti því að þú takir á þessu óréttláta kvótakerfi.


mbl.is Ráðherraskipti í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband