Skil ekki þetta háa vaxtarstig

Ég er löngu búin að lýsa þeirri skoðun minni hér á þessari bloggsíðu að  vextir eru allt of háir á Íslandi almennt , ekki síst í því árferði sem við búum við í dag. Vextir eiga ekki að vera hærri en 2%. Sama hvort um íbúðarlán eða önnur lán er að ræða. Þessi lækkun er þó  hænuskrefí rétta átt, betur má ef duga skal.


mbl.is Vextir Íbúðalánasjóðs lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sæl Guðrún Katrín. Ég sé að þú ert sérkennari á Seyðisfirði. Það er skemmtileg tilviljun þar sem ég á einhverfan son og bjó eitt sinn á Seyðisfirði. Það var að vísu fyrir löngu síðan og í stuttan tíma. En samt...

Takk fyrir bloggvinaboð.

Jóna Á. Gísladóttir, 18.6.2009 kl. 14:10

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mér skilst að hinir háu vextir á Íslandi standi í einhverskonar samhengi við það að við erum með afar lítinn gjaldmiðil. Svo lítinn að það er kraftaverk að hann skuli enn vera notaður. Reyndar er það svo að hann er ekki nothæfur alls staðar erlendis og til dæmis ef þú sýnir hann á Hovedbanegaarden í kongens Köbinhavn, sem er gömul höfuðborg okkar Íslendinga er hlegið að þér.

Jón Halldór Guðmundsson, 20.6.2009 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.