Hækkið þið launin

Verða láglaunafyrirtæki ekki að fara að líta í eigin barm. Ef það er rétt að lágmarkslaun eru lægri en atvinnuleysisbætur þá hlýtur eitthvað að vera að, er það ekki? 

Atvinnuleysisbætur eru hæstar 140 þúsund kr. á mánuði. Laun í fiski hafa aldrei verið há, bónus og botnlaus vinna hefur hleypt þeim upp. Getur verið að vandinn liggi í því að s.l. áratug hafa fiskverkendur flutt inn ódýrt vinnuafl í stórum stíl. Nú er nóg af innlendu vinnuafli en það kýs fremur að vera á atvinnuleysisbótum heldur en að vinna. Lausnin er ekki að lækka atvinnuleysisbæturnar. Lausnin er að hækka laun fólks. Það hefði að vísu átt að gera það fyrir langa löngu. Treysta þessir menn sér kannski til að lifa á 140 þúsundum á mánuði ?


mbl.is Barningur að fá fólk til fiskvinnslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Fiskvinnslustöðvarnar borga laun í íslenskum krónum. Þær eru nú að fá tvöfalt fleiri krónur fyrir afurðirnar en áður og hljóta því að geta látið starfsfólk njóta góðs af því að einhverju leyti.

Haraldur Bjarnason, 18.6.2009 kl. 09:56

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Laun eru léleg og atvinnutryggingin ekki nein, fólk sent heim heilu og hálfudagana eða viku í senn launalaust jafnvel, þessu þarf að breita og upphefja þetta starf til betri og eða hærri vega. SF ætti að sjá sóma sinn í því að bjóða fólki sem vinnur þessi störf nýtt upphaf.

Eitt sinn þótti með eindæmum lélegt að vera "russlakarl" í dag er það ekkert öðruvísi en önnur vinna sem þarf að vinna, sama gildir í raun með öll störf

Jón Snæbjörnsson, 18.6.2009 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband