Soffíu frænku í málið

Ég ætla rétt að vona að Soffía frænka (Eva hin norska) aðstoði saksóknara við að hafa hendur í hári ræningjanna. Það á eflaust ýmislegt óhreint eftir að koma í ljós þegar farið verður að skoða málin betur.


mbl.is Fimm lífeyrissjóðir í rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Egilsson

Það er grundvallaratiði að rannsaka þessi mál og kæra ef tilefni er til.

Jónas Egilsson, 19.3.2009 kl. 16:18

2 identicon

Hvernig væri að Ragna Dómsmálaráðherra fengi Jóhann Ben fyrirverandi sýslumann úr Keflavík í nýja saksóknaraembættið ?

Sástu Ólaf dómara í kastljósinu í gær? Hann hafði ekki margt fram að færa...

Hvað er að frétta af gagna fundinum hjá Kristjáni M ?

kv. Rabbi

Rabbi (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 19:17

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég hef líka fulla trú á Ólafi Þór, sérstökum saksóknara, en vona samt að þessi norksa/franska komi þeim sem sök eiga á bak við lás og slá. Hitt er svo annað mál að útlilt er fyrir að fangelsi okkar þurfi meiri peninga á næstunni, ekki síst vegna allra fíkniefnadómanna, ræktun og innluttningur. Svo kannski verður erfitt að hýsa þessa kóna. - Ertu með lausn?

Haraldur Bjarnason, 19.3.2009 kl. 21:13

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Flott líking hjá þér Gulla að vísa í Kardímommubæinn. Soffía frænka og fussum svei er það sem við þurfum. Líkingin er ekki verri vegna þess að Torbjörn Egner var norskur og Eva Joly er norsk að uppruna, eins og nojarinn sem er að taka til í Seðlabankanum.

Já, Haraldur, við kvíðum strax húsnæðisskorti í fangelsum landsins þegar dómar falla.  En við höfum tómt í íbúðarhúsnæði víða um land, til dæmis 200 íbúðir á Egilsstöðum. Einnig höfum við því miður eitthvað af atvinnulausu fólki, sem má þá ráða til að standa vaktir og færa föngum færafisk og grjónagraut.

Ég held svei mér þá að við höfum fleiri lausnir en vandamál hér eystra.

Jón Halldór Guðmundsson, 20.3.2009 kl. 12:22

5 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Ég bind miklar vonir við Eva Joly (Soffíu frænku) Það er a.m.k. ljóst að það þarf að fara vel í saumana á þessu arðráni og gera allt sem hægt er til að hafa hendur í hári ræningjanna. Ég velti þó oft fyrir mér þeim tíma sem líður frá því að rannsókn hefst þar til sekt er sönnuð sem er langur tími, ber enginn ábyrgð á meðan?

Ég sá ekki kastljós í gær Rabbi er búin að vera upptekin nokkuð mörg kvöld vegna ýmisa áhugamál. 

Halli ég tek undir með Jóni. Það er töluvert af auðu húsi út um landið . Það er t.d. töluvert af ónotuðu skólahúsnæði til í sveitum landsins kannski  mætti breita því  í betrunnarhús ef á þarf að halda 

Guðrún Katrín Árnadóttir, 20.3.2009 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband