Bæta almenningssamgönur

Er ekki tími kominn á að bæta almenningssamgöngur í Reykjavík?

Ég legg til að ríkið styrki borgina í að efla almenningssamgöngur þannig að almenningur geti raunverulega notað þær og lagt einkabílnum. Ég held að það geti komið til móts við þarfir mjög margra. Ég er einnig viss um að þetta getur verið gríðarlegur sparnaður þegar til lengri tíma er litið. Þetta myndi spara viðhald á vegum, svifryk og önnur mengun myndi minnka og slysum fækka. Þetta myndi koma fátækum fjölskyldum til góða, eldra fólki sem ræður ekki við hraðann í umferðinni í dag og öryrkjum. Ríki og borg gætu þá frestað dýrum vegaframkvæmdum í Reykjavík.

Það væri hægt að vera með minni almenningsbíla en jafnframt fleiri og sparneytnari. Tíðari ferðir og fleiri viðkomustaði svo almenningur sjái sér hag í að nota vagnana.

Það væri gaman að sjá útreikninga á svona dæmi samanborið við aukið viðhald á vegum og dýrari umferðarmannvirki.


mbl.is Svifryk yfir mörkum í 3 daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Góð ábending - held líka að það væru margir til í að losna við stressið við að keyra á álagstímum og leitina að bílastæðum...

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 9.3.2009 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.