Hetja dagsins

Hann hefur verið að „sumra mati" talinn einn af úrtölumönnum þjóðarinnar. Hann er oft gagnrýninn á þróun mála á Íslandi og óhræddur við að láta það í ljós. Hann  hefur talaði um óréttlátt skattakerfi sem kemur verst niður á þeim sem síst skyldi. Hann hefur talað um misskiptingu auðs o.fl. Á sama tíma og hann lagði fram rannsóknir máli sínu til stuðnings kappkostuðu frjálshyggjumeistararnir að tala niður til hans. Þeir töldu okkur trú um að nánast allt sem Stefán segði væri byggt á röngum forsendum. Allt sem Stefán sagði var að þeirra mati tóm vitleysa.

Að mínu mati er Stefán einn þeirra manna sem við getum með sanni litið upp til. Stjórnmálamenn mættu annað slagið sýna smá auðmýkt og hlusta á menn eins og hann. Eina ferðina en sýnir hann okkur fram á rangfærslur og lygina sem fylgdi frjálshyggjunni. Menn eins og hann eru hetjur dagsins í dag


mbl.is Hrunin frjálshyggjutilraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Eftir að hafa lesið flest bloggin við þessa grein þá kemur á óvart hvað margir tala gegn honum og segja til dæmis að aðal ástæðan hafi verið að "eftirlitskerfið hafi brugðist". Það er enginn sem mynnist á það að sams konar frjálshyggjutilraun var gerð í Chile fyrir 30 árum og gekk aldrei vel. Af hverju mátti ekki vara sig á mistökum annarra?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 07:46

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég held að þetta sé rétt greining hjá Stefáni. Það var STEFNAN sem brást, ekki einstaklingarnir.

Ef við viljum hugsa um hag almennings þá erum við jafnaðarmenn.

Ef við viljum verja hagsmuni auðmanna. Þá erum við "frjálshyggju"menn.

Jón Halldór Guðmundsson, 6.3.2009 kl. 09:56

3 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Rétt hjá þér Jón. Þetta er ekki flókin speki. Hún kallar samt á ákveðna lífsýn og ég held að þá lífsýn hafi eingöng jafnaðarmenn.

Þetta er líka rétt hjá þér Húnbogi. Stjórnlaus kapitalismi, þar sem hver hugsar bara um eigin gróða, gengur að sjálfum sér dauðum. Í Chile voru efnahagsráðgjafarnir kallaðir The Chicago boys, þeir voru fyrrverandi nemendur Freedman átrúnaðargoðs Hennesar Hólmsteins.

Guðrún Katrín Árnadóttir, 6.3.2009 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband