Ófært

Þetta er nú bara smávægilegt miðað við margt annað sem hefur skeð uppi á þessari löngu og háu heiði. Fjarðarheiði er hæsti heilsárs fjallvegur landsins . Samkvæmt Evrópustöðlum er hún einnig einn hættulegasti vegur landsins. Töluverður hluti Seyðfirðinga sækir vinnu daglega út úr bænum. Vegargerðin státar af því að heiðin sé aðeins lokuð örfáa daga á ári. Í þeirri tölu eru ekki meðtaldar allar næturnar sem heiðin er lokuð, né þegar hún er opin einn til tvo tíma á dag. Ef Vegagerðin opnar heiðina þó ekki sé nema klukkutíma á dag þá er hún talin opin samkvæmt þeirra skilgreiningu. Seyðfirðingar búa við þessa einu leið út úr bænum sínum, þeir búa einnig við stórbrotna náttúru en um leið hættulega. Á Seyðisfirði er mikil snjóflóða- og aurskriðuhætta. Ef eitthvað slíkt kæmi fyrir t.d. að nóttu til þá væru Seyðfirðingum sennilega allar bjargir bannaðar. Þeir yrðu einfaldlega að bjarga sér sjálfir. Seyðisfjörður er önnur af tveimur tengingum Íslands við Evrópu. Í morgun mætti ég nokkrum ferðamönnum sem voru sennilega veðurtepptir á Seyðisfirði. Er þetta boðlegt á 21. öldinni???

Nei;  við þurfum göng á morgun.


mbl.is Aðstoðuðu á Fjarðarheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oddsskarðið (632 m.y.s) nær nú að fara aðeins hærra en Fjarðarheiðin (620 m.y.s.) en Fjarðarheiðin er vissulega á lengri kafla í alltof mikilli hæð. Annars þarf ekki hæðina til, Fagridalurinn (350 m.y.s.) er t.d. ófær núna en hvorki Oddsskarðið né Fjarðarheiðin, það hefur víst líka töluvert að segja veðurlag á hverjum stað.

Umferð á Fjarðarheiði er þó töluvert minni á vetrum (kannski vegna færðar, hænan/eggið): 259-278 VDU en á Oddsskarði (420-448 VDU).

http://vgwww.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/yfir_sjo/$file/Yfir_sjo.pdf

http://vgwww.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Umferdartolur_2007/$file/Umferðartölur%202007.pdf

Þessar leiðir eiga því báðar að vera forgangi hvað varðar gangnagerð og hefði hugmyndin um Samgöng (tenging milli Norðfjarðar og Seyðisfjarðar um Mjóafjörð) átt að vera hluti af þessum pakka.

Sveinn Oddsson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.