10.5.2009 | 20:49
Söguleg ríkisstjórn
Ný stjórn jafnaðar- og vinstri manna hefur tekið við stjórnartaumunum í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Það var ekki laust við að maður klökknaði við að heyra og sjá hvað þau Jóhann og Steingrímur virtust samstíga í því að láta þessa stjórn lifa farsælu lífi. Sjálf er ég sannfærð um að einungis undir forustu jafnaðar - og vinstrimanna er hægt að rétta þjóðarskútuna af í þeim ólgusjó sem hún er komin í. Ég treysti því að þessi stjórn taki á því óréttlæti sem dunið hefur yfir þessa þjóð s.l. 18 ár sem felst m.a. í græðgi og spillingu auðmanna á kostnað þeirra sem minna mega sín.
Það var mjög svo ánægjulegt að heyra Jóhönnu tala um að þessi ríkisstjórn ætlar að láta það verða eitt af sínum fyrstu verkum að taka á ofurlaunum opinberra starfsmanna. Það er að sjálfsögðu ekkert vit í því að á vegum ríkisins séu embættismenn á hærri launum en æðstu menn þjóðarinnar. Það hlýtur hver maður að sjá að það er í hæsta máta óeðlilegt.
Ég óska nýrri stjórn farsældar og langlífis á þeim erfiðu umbrotatímum sem framundan eru.
Ný ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
gullfiskaminni?
Jóhannes H. Laxdal, 10.5.2009 kl. 21:36
Gott að þér og þínum liður vel. Í dag var þjóðinni kyntur Sáttmáli Ríkisstjórnarinar. Áður þegar kyntur hefur verið samningur milli flokka hefur það heitið Málefnasamningur.
Er ástæðan sú að SAMF. og VG. ná ekki saman á málefnalegum grundvelli? Ef "sáttmálaflokkarnir" ná ekki að vinna að málefnum sem súa að heimilunum og fyrirtækjum sem eru "blæðandi", þá eykst vandinn enn. Jóhanna talar bara um ESB. ESB er ekki neitt sem kemur okkur til hjálpar núna, núna þegar við þurfum mest á hjálp að halda. Steingrímur var spurður hvort að ráðherrum myndi fækka, eins og hann hefur altaf talað um og hann sagði að þeim yrði ekki fjölgað, en í dag var þeim fjölgað um 2.
Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 22:25
Guðrún Jóns þú verður að átta þig á því að meirihluti þjóðarinnar kaus þessa flokka til Alþingis. Þeir voru ósammála um mjög stórt álitaefni þ.e. um inngöngu í EB.
Mér finnast þessir flokkar hafa axlað þá ábyrgð sem á þá var lagt. Þjóðin er klofin í þessu máli og þá þíðir ekkert að bíta í skjaldarrendur hvað flokkslínuna varðar. En flokksforustan hefur takmarkað umboð bæði frá flokkunum sjálfum (að gefa eftir) og kjósendum (að svíkja gefin loforð.
Báðir flokkanna hafa staðið við sitt bæði gagnvart fólkinu í flokkunum og kjósendum.
Málið á að afgreiða með eins lýðræðislegum hætti og hægt er. 1. leggja fram þingsáliktunartillögu sem er ekki studd V.G. Ef hún verður samþykkt og ef viðunnandi niðurstaða fæst að mati samningamanna verður samningurinn lagður fyrir þjóðina. Við þjóðin komum þarna allstaðar að. Ég get ekki uppdiktað lýðræðislegri leið í viðkvæmu máli sem klýfur þjóðina. Ef fólk sættir sig ekki við svo mikið lýðræði er borgarastyrjöld í uppsiglingu.
Hvaða hagsmunir eru það þá? Hagsmunir fárra sem ekki geta séð af spóni úr aski sínum?
Styttingur (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 22:46
Tek undir með Styttingi. Ég vona svo sannarlega að nú sé tími fámennra auðmanna hóps ( ef auðmenn skyldi kalla) liðinn og hagsmunir almennings verði í hávegum hafðir. Það verður hins vegar að sýna Alþingi smá biðlund kraftaverkin gerast ekki á einni nóttu . Það tók 18 ár að koma okkur í þessa stöðu . Það tekur vonandi styttri tíma að koma okkur út úr henni.
Guðrún Katrín Árnadóttir, 11.5.2009 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.