20.2.2009 | 21:07
Loksins, loksins
Mikið held ég að allir verði fegnir þegar þessu þrasi um Seðlabankann verður lokið. Ég vona bara að niðurstaðan verði betri yfirstjórn peningamála í þessu landi a.m.k. þangað til við fáum evruna. Mörgum finnst þessi umræða óþarfa þras og margt þarfara sem þingmenn þurfa að sinna um þessar mundir. Ég get að vissu leiti tekið undir þá umræðu, en þó verð ég að segja að ég undrast hana um leið í ljósi þess að hér logaði allt í mótmælum og lá við óeirðum fyrir rétt rúmum mánuði síðan, þar sem krafa fólksins var að gera breytingar á Seðlabankanum. Það er svo sannarlega margt sem liggur fyrir að gera núna s.s. að koma fátækum fjölskyldum til hjálpar í landinu. En þetta er samt aðgerð sem verður að framkvæma fyrst svo hægt sé að lágmarks ró í samfélaginu og taka af einhverju viti á peningamálunum hér í þessu landi.
Stefnt að lokaumræðu á mánudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, mikið verður það gott.
Ekki að Davíð fari úr bankanum sem slíkur, það skiptir engu máli. Heldur hitt að þá hefur alþingi götunnar fengið smáskammt af því rítalíni sem til þarf og lofað var, og stjórnin getur farið að snúa sér öðrum verkefnum.
Hún hefur ennþá smásvigrúm til að framkvæma eitthvað af því sem hún hefur lofað og líka því sem síðasta stjórn var búin að undirbúa.
En umfram allt vil ég sjá þig á næsta ALÞINGI.
Bestu kveðjur
Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 17:38
Takk Óli minn, það er gott að eiga góða að. Var að koma að norðan af mjög skemmtilegum undirbúningsfundi fyrir prófkjörið. Nú er ekkert eftir en að bretta upp ermarnar og fara í slagin. Ég hlakka bara til
Guðrún Katrín Árnadóttir, 22.2.2009 kl. 23:02
Var ekki á þinginu þröskuldur
sem þrjóskur var eins og gengur
Bíddu við hikstaði Höskuldur
og höldum upp spjallinu lengur
Jón Halldór Guðmundsson, 23.2.2009 kl. 20:41
Sko Jón. Góður.
Styður þá skoðun að stjórnin er ófær til að sigla annað en rennisléttan sjó sína valdhrokaleið. Neyð heimilanna skiptir ekki meira máli en svo að hún bara getur ekkert hugsað um nema Davíð kallgreyið. Þolir engar misfellur eða "þröskulda". Má þakka fyrir ef hún fellur ekki bara á einmitt því.
Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.