11.8.2009 | 21:53
Húrra fyrir Barack Obama
Það er löngu kominn tími til að aflétta stofufangelsinu sem þessi kona hefur mátt þola allt of lengi.Alþjóðasamfélagið er að sýna Aung San Suu Kyi og stjórnarandstöðunni í Búrma mikinn stuðning með því að krefjast lausnar fyrir hana. Bandaríkjaforseti er marg oft búinn að sýna hug sinn í verki gagnvart minnihlutahópum. Stuðningur hans nú er ekki bara góður fyrir konur í Búrma eða konur í stjórnmálum. Þessi stuðningur er mikilvægur fyrir allar konur um víða veröld og ekki síst samviskufanga sem teppa allt of mörg fangelsispláss úti í heimi.
Konur um allan heim ættu sérstaklega að sýna Aung San Suu Kyi stuðning og senda stjórnvödum í Brúma bréf þar sem krafist er lausnar fyrir hana.
Hér fyrir neðan er linkur þar sem þú getur skoðað myndband af fangelsun Aung San Suu Kyi sem Amnesty lét gera. Einnig er hægt að senda stjórnvöldum í Búrma bréf sem er á sömu síðu. Sýnum samstöðu sendum stjórnvöldum í Búrma bréf.
Þú getur einnig klikkað á þennan link hér vinsta megin á síðunni minni.
http://www.amnesty.is/hvadthugetur/griptu-til-adgerda/nr/1680
Kallar eftir lausn Suu Kyi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk fyrir að benda á þetta bréf, við ættum sem flestar að senda svona bréf.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.8.2009 kl. 23:57
Hjartanlega sammála, fangelsun þessarrar konu hefur verið fáránleg áratugum saman.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 12.8.2009 kl. 00:43
Ég er sammála þessu sem þú segir. Þessi kona hefur hlotið friðarverðlaun og er virt hvar sem hún kemur. Að þetta skuli skuli vera látið viðgangast er náttúrulega fáránlegt.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.