Og hvað með það?

Þetta telst varla frétt fyrir okkur sem búum á Austurlandi. Í fyrra sumar flugu þrjár slíkar flugvélar yfir mína heimabyggð Seyðisfjörð og gat maður auðveldlega virt þær fyrir sér með berum augum. Við sem búum á Austurlandi höfum alist upp við það að heyra í herflugvélum sérstaklega að næturlagi. Maður hefur ekki hugmynd um hvort um er að ræða eitthvert njósnaflug eða æfingar sem Íslensk stjórnvöld vita af. Kannski Eva Joly hafi rétt fyrir sér, þegar hún segir að Rússar hafi eitthvað sérstakt dálæti á Íslendingum. Ég er a.m.k. alfarið á móti því að við séum að eyða stórum fjárhæðum í loftvarnir. Ég held að við séum öruggari sem hlutlaust ríki í þessum málum. Við höfum auk þess nóg annað við peningana að gera núna um þessar mundir en að eyða þeim í hernaðarvarnir.  


mbl.is Birnir yfir Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heil og sæl. Er þér hjartanlega sammála. Þau Ingibjörg og Björn Bjarnason voru af einhverjum ástæðum sammála um þessar lofvarnir, sem ég get ómögulega skilið. Gæti alveg hugsað mér að fljúga yfir Seyðisfjörð, en þá myndi ég skella mér niður og koma í kaffi.

Sigurður Þorsteinsson, 10.8.2009 kl. 13:59

2 identicon

Og hvað gera Íslendingar yfir því að Birnirnir séu að fljúga hér yfir landið og skoða aðstæður. Þeir gera ekki neitt? Þeir senda bara tilkynningu til Rússlands og segja þeim að halda sig heima hjá sér og við það situr.

Við Íslendingar vorum að falast eftir lánum frá Rússum. Ég held að það sé nú eitthvað mikið á bakvið þetta lán frá þeim? Þ.e. ég held að þeir verði með miklu meiri umsvif hér í kringum Ísland eftir að þeir lána Íslendingum.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 19:11

3 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Sammála þér Valgeir, ég hafði aldrei góða tilfinningu fyrir þessu boð Rússa. Siggi minn það væri mér sönn ánægja að fá þig í kaffi þú ert velkominn hvenær sem er og þarft ekki að vera á flugvél, né 2007 jeppa.

Guðrún Katrín Árnadóttir, 10.8.2009 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband