20.6.2009 | 12:10
Þjóðhagsstofnun aftur takk.
Ég fagna því að veita eigi bönkunum meira aðhald en ég efast samt um að þetta sé það sem við þurfum í dag. Þetta eru töluverðir peningar árlega.
Hvers vegna endurvekja menn ekki Þjóðhagsstofnun. Henni var ætlað að fylgjast með þjóðarhag. Davíð Oddsson lagði hana niður af einhverjum óskiljanlegum orsökum. Kannski hefur eftirlit hennar verið útrásarvíkingunum fjötur um fót.
Stofna Bankasýslu ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Efnahagsmálaráðuneytið mun líta dagsins ljós um næstu áramót:
Af visir.is (10. maí. 2009 16:21) :
Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 12:18
Takk fyrir ábendinguna Guðbjörn, var búin að gleyma því .
Guðrún Katrín Árnadóttir, 20.6.2009 kl. 12:50
Guðrún:
Ég held að þetta sé eitt af fáu góðu, sem þessi ríkisstjórn hefur á stefnuskránni, fyrir utan ESB aðildarumsóknina og fyrirhugaðar hagræðingar hjá ríkinu.
Það er eitt að hagræða og annað að fara í blóðugan niðurskurð á kjörum opinberra starfsmanna, sem eru ekki oflaunaðir fyrir!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 20:50
Já ég er sáttari við þessa ákvörðun eftir því sem ég hugsa hana betur. Ég get ekki að því gert að mér finnst óeðlilegt að opinberir starfsmenn séu með hærri laun en forsætisráðherra. Mér finnst heldur ekkert að því að setja hátekjuskatt á laun sem eru yfir 700 þúsundum á mánuði. Þannig að ég veit ekki um hvaða launa skerðingu þú ert að tala um nema þessa en þetta er viðmiðið hjá ríkisstjórninni.
Guðrún Katrín Árnadóttir, 20.6.2009 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.