Afleiðing góðæris.

Þetta er skelfilegt. Það skelfilegasta er að í góðærinu þá lánuðu bankarnir fólki eins mikið fé og það vildi. Maður veltir fyrir sér hvort allir sem fengu 100% íbúðarlán hafi verði borgunarfólk fyrir lánunum þrátt fyrir góðæri. Fólk var hneppt í fjötra á fölskum forsendum. Allt fyrir frjálshyggjuna og peningana, það var boðskapur svokallaðs góðæris.

  Hver ætli tapi eða vinni mest á þessu eftir allt saman?
mbl.is Bankinn fékk ekki lyklana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þannig að fólk ber samkvæmt þér enga ábyrgð á eigin gjörðum?

Arngrímur (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 22:51

2 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Að mínu mati eru allir lánasamningar í þessu landi í raun brostnir, og ég hvet hiklaust þá sem standa í svipaðri stöðu til að grípa til einhvera álíkra aðgerða, það myndi kannski ýta undir mannlega þáttinn hjá lánastofnunum.

Steinar Immanúel Sörensson, 17.6.2009 kl. 22:57

3 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Arngrímur ég held að ansi margir hafi haldið að veislan stæði endalaust. Þeir voru kannski og kannski ekki í ágætis tekjum þegar þeir tóku lánið en staðan hefur eflaust breyst hjá mörgum eftir hrunið. Maður þótti nú bara frekar hallærislegur að aka um á 10 ára gömlum bíl skuldlausum. Þannig var bara viðhorfið. Ég veit það bara að ég hef meiri samúð með fólkinu en lánadrotnunum.

Guðrún Katrín Árnadóttir, 17.6.2009 kl. 23:05

4 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Þér er fyrigefið Önd, hendir mig stundum líka.

Ég tek undir allt sem þú segir. Það var sorglegt að horfa upp á hvernig fólk lét plata sig í góðærinu. Ég ætla ekki að dæma þá sem tóku þátt en maður vorkendi mörgum sem tóku þátt m.a.s. á meðan á góðærinu stóð, því maður sá að þetta gat aldrei gengið upp. Því miður allt of margir trúðu því samt.

Guðrún Katrín Árnadóttir, 17.6.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband