15.3.2009 | 20:54
Prófkjör ekki konum í hag.
Prófkjör í Norðausturkjördæmi eru ekki að tryggja konum mörg örugg þingsæti.
Á alþingi íslendina eru 30% þingmanna konur. Ég velti fyrir mér hvort hlutur kvenna eigi eftir að styrkjast eftir kosningar í apríl???
Í fljótu bragði sýnist mér að svo muni ekki vera a.m.k. ekki í Norðausturkjördæmi.
Niðurstöður prófkjöranna í kjördæminu er þessar:
Samfylking; karlar í tveim efstu sætunum, kona í því þriðja.
Sjálfstæðisflokkur; karlar í tveim efstu sætum og kona í því þriðja.
Framsóknarflokkur; karlar í tveim efstu sætunum og kona í því þriðja.
Vinstri Grænir þar er karl í fyrsta sæti og kona í öðru sæti.
Það er m.a. vegna þess að hjá VG er regla um fléttulista í öllum kjördæmum. Að mínu mati mættu fleiri flokkar taka fyrirkomulag VG sér til fyrirmyndar.
Mér sýnist á öllu að kvenþingmönnum í kjördæminu komi til með að fækka um a.m.k. einn.
Hvað er eiginlega að kjósendur góðir, njóta konur ekki meiri virðingar og trausts kjósenda?? Eða eru það bara gamlar hefðir sem ráða ákvörðun okkar eða kannski kosningabandalög karlanna??
Birkir Jón sigurvegari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nokkuð til í þessu hjá þér. Reyndar toppar samgönguráðherran þetta með karla í 2 efstu stætunum með því að segja að hann vilji fleiri konur í sveitarstjórnir landsins!
Málið er að kjósendur er komnir uppúr þessu "karl/kona" hjólfari. Kjósendur velja sér konur eða karla á framboðslista að verðleikum. Í Suðurkjördæmi t.d. eru 3 nýjar konur á lista Sjálfstæðismanna í 4 efstu sætunum. Í Reykjavík eru 4 af 5 nýliðum meðal 12 efstu konur! M.ö.o. konur eru að sækja verulega á. REyndar eru karlar í meirihluta þeirra sem voru fyrir, en konurnar sækja á.
Að lokum. Konur hafa gegnt öllum ráðherraembættum nema í ráðuneyti samgöngumála!
Jónas Egilsson, 15.3.2009 kl. 21:03
Af hverju eru konur alltaf að væla yfir því að karlar setji þær til hliðar í prófkjörum ? Þær geta sjálfum sér um kennt. Þær eru fleiri í landinu en karlar, og gætu því alveg yfirkeyrt okkur ef þær stæðu saman og treystu hver annarri. Það þarf að leggja mikið á sig til að má langt í pólitík, sumar láta sig hafa það og skáka körlunum afturfyrir sig. Það þarf að berjast fyrir sínu, dugir ekki að tauta um misrétti í eldhúskróknum! Valgerður S, Jóhanna S, og Ingibjörg Sólrún, eru ágæt dæmi um baráttumanneskjur sem náðu á toppinn. Pólitík snýst nú einu sinni um fólk, en ekki kynferði fólks, og engan minnimáttar söng hér! Konur, hellið ykkur dýróðar í slaginn, og gerið ykkur gildandi!!
Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 21:42
Jónas það er alveg rétt hjá þér konur eru að sækja á í suðurkjördæmi, en í Norðausturkjördæmi þar er staða þeirra mjög veik einnig í norðvesturkjördæmi. Samt sem áður voru mjög frambærilegar konur í framboði í báðum þessum kjördæmum. Ég er meira þeirra skoðunnar að það þurfi viðhorfsbreytingu til að konur ná fram á vígvöllinn við hlið karla. Í prófkjörum er einfaldlega farið eftir leikreglum karla. Það er einnig rétt hjá þér Stefán að þær konur sem þú nefnir hér að framan hafa náð langt á eigin verðleikum . Ég þekki ágætlega tvær þeirra kvenna sem þú nefnir og ég fullyrði að barátta þeirra á toppinn var torsóttari og meiri þrautarganga en hjá mörgum karlmanninum. Ingibjörg kom inn í pólítíkinna í gegnum kvennalistann, Jóhann hefur heldur betur þurft að láta til sín taka til að komast þangað sem hún er í dag. Hversu oft hefur þjóðin ekki heyrt niðurlægjandi karlmennskuháð um þessar konur. Það er staðreynd að það er miklu erfiðara fyrir konur að koma sér á framfæri en karla ( jafnvel þó þær séu jafn hæfar og jafnvel hæfari).
Guðrún Katrín Árnadóttir, 15.3.2009 kl. 22:36
Þó ég sé enginn kvennakvótamaður þá studdi ég kröfur kvenna á kjördæmisþingi Samf. á NA-landi um fléttulista, enda var það þeim mikið kappsmál. Það er athyglisvert að karlarnir þrír sem börðust um fyrstu þrjú sætin, Kristján Möller, Einar Már og Sigmundur, greiddu allir atkvæði gegn tillögunni sem felld var á jöfnu. Þeir lögðust meira að segja gegn því að talning með handauppréttingu yrði endurtekin. Mér þætti eðlilegra að Kristján Möller stundaði kvennabaráttu á sínum vígvelli frekar en í sveitarstjórnum. Hann gat náð árangri þar með því einfaldlega að rétta upp hendina einu sinni á kjördæmisþinginu.
Líklega verða þrjár af tíu konum þingmenn kjördæmisins, þeim fækkar um eina. Þær verða allar síðasti þingmaður síns flokks og geta því ekki gert kröfu um forystuhlutverk á þingi. Ég skil því vel að konurnar séu reiðar.
Sigurður Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 23:08
Í norðvesturkjördæmi voru 9 karlmenn kosnir inn á þing árið 2007 - allt karlmenn (kona kom síðan reyndar inn sem varamaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar Einar Oddur féll frá). Sem kjósandi var ég mjög ósátt. Ég held enn í vonina að þetta verði eitthvað skárra núna...
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 00:08
Hæ Gulla mín. Ekki veit ég hvort þessi kynjakvóti er svo sniðug hugmynd, kannski þó.
En ég kaus þig í prófkjörinu vegna þess að ég vil sjá þannig "menn" á þingi. Og stend við það.
Svo mætti nú kannski prófa að nota "lottó" aðferðina. Allir í einn pott og rúlla svo kúlunum upp með loftþrýstingi.
Bestu kveðjur á Seyðis.
Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.