6.3.2009 | 21:27
Smá kynning á mér og því sem ég stend fyrir
Ég er Leikskólakennari frá 1982. KHÍ 1991- 1992. Dipl. í sérkennslufræðum frá HA 2007.
Hef starfað sem forstöðumaður sérdeildar, kennari í grunnskóla, leikskólakennari og leikskólastjóri. Ég er nú sérkennari við leik- og grunnskóla Seyðisfjarðar.
Ég hef tekið virkan þátt í starfi ýmissa félagasamtaka og í sveitarstjórnarmálum á Seyðisfirði. Ég hef verið virk í flokkum jafnaðarmanna frá 16 ára aldri. Ég er ein af stofnendum SAMGÖNG (Samtök áhugafólks um jarðgöng á Mið-Austurlandi) og var fyrsti formaður þeirra samtaka.
Ég vil:
- Ég vil verja hag heimilanna af krafti m.a. með lækkun vaxta á húsnæðislánum í 2%.
- Vinna þarf markvist að því að efla og styrkja landsbyggðina með breyttum áherslum. Stefna stjórnvalda undanfarna áratugi að stefna öllu Suður er skaðleg byggðum landsins, þessari þróun verður að snúa við.
- Leita nýrra leiða í menntun og atvinnu til að eflingar landsbyggðinni.
- Forsenda byggðar í landinu eru bættar samgöngur, í því efnahagsástandi sem nú ríkir tel ég að flytja þurfi fjárveitingar í samgöngumálum frá höfuðborgarsvæðinu til landsbyggðarinnar. Bættar samgöngur í Reykjavík miða að því að stytta ferðatíma innan bæjar, bættar samgöngur út á landi eru lífsspursmál fyrir byggðir landsins.
- Efla þarf jafnrétti, lýðræði og gegnsæi með nýrri stjórnarskrá.
- Endurskoða þarf íslenska stjórnkerfið frá grunni og tryggja sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum.
- Herða skal löggjöf gegn ofbeldi.
- Hefja skal viðræður um EB aðild og þjóðaratkvæði um inngöngu.
Ég bið um stuðning í þinn í 2- 4 sæti
Í prófkjöri Samfylkingarinnar 7. mars.í Norðausturkjördæmi
Athugasemdir
Flott, flott, ég styð þig eindregið, gangi þér vel. Bið heilsa Sigga
kær kv.
garðar
Garðar Bachmann (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.