1.10.2009 | 22:37
Vestdalseyrin.
Eftirfarandi bréf skrifaði ég Skipulagsstofnun vegna framkvæmda á Vestdalseyri við Seyðisfjörð.
Það að ég skildi ekki tala fyrst við bæjarráð fer afskaplega fyrir brjóstið á bæjarráðsmönnum Seyðisfjarðarkaupstaðar og virðist mér sem það sé aðalatriði málsins að þeirra mati. Áður en ég sendi bréfið talaði ég reyndar við byggingafulltrúa bæjarins sem taldi framkvæmdina löglega. Auk þess talaði ég við fleiri embættismenn bæjarins sem mér var bent á í sambandi við umrædda framkvæmd. Ég efaðist hins vegar um lögmæti framkvæmdarinnar. Ég tel að bæjarráð hefði ekki getað svarað spurningum mínum og það hefði ekki breytt neinu þó ég hefði talað við þau fyrst. Nema þá að þau hefðu eflaust reynt að fá mig ofan af því að láta málið fara fyrir Skipulagsstofnun.
Einnig birti ég hér grein sem Sigurður Gunnarsson skrifaði í bæjarblaðið Skjáinn en þar rekur hann málið og niðurstöðu Skipulagsstofnunar.
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar ætlar ekkert að gera í málinu og lýsir bæjarstjóri því í síðasta Fréttaskjá að þetta sé lögleg framkvæmd og vitnar í fund sem bæjarráð átti með skipulagsstjóra og lögfræðingi Skipulagsstofnunar. Hann segir að þeir hafi tjáð bæjarráði að sambærilegar framkvæmdir ættu sér stað um allt land og að skipulagsstofnun virtist ekki sjá neitt athugavert við þær. Niðurstaða bæjarráðs eftir fundin með Skipulagsstjóra Ríkisins og lögfræðingi skipulagsstofnunar virðist því vera sú að þetta sé bara allt hið besta mál.
Seyðisfirði 15.06.09
Skipulagsstofnun ríkisins.
Beiðni um úttekt á því hvort nýafstaðnar framkvæmdir á Vestdalseyri við Seyðisfjörð séu í samræmi við deiliskipulag og hvort ákvörðun um þær standist stjórnsýslulög.
Vestdalseyrin er vinsælt útivistarsvæði Seyðfirðinga. Eyrin er á náttúruverndarskrá og talið er að mikilvægar fornminjar séu þar í jörðu. Vestdalseyrin er Seyðfirðingum mjög kær og telja margir hana eina af náttúruperlum bæjarins. Ferðamenn og bæjarbúar hafa í áranna rás stundað útivist með fjölskyldu og vinum á eyrinni.
S.l. vetur gáfu bæjaryfirvöld Seyðisfjarðar verktökum leyfi til efnistöku úr fjöru og úr ósi Vestdalsár. Gegn efnistökunni skyldu verktakarnir útbúa bílastæði á eyrinni. Nú hefur bílaplanið litið dagsins ljós. Það verður að segjast eins og er að það er algjörlega úr öllum takti við náttúrufegurð eyrarinnar og nánasta umhverfi. Einnig er eyrin illa farin eftir ágang stórtækra vinnuvéla. Ég efast um lögmæti þessarar framkvæmdar þar sem ekkert samráð var haft við nefndir bæjarfélagsins og engar teikningar voru gerðar af mannvirkinu. Ég fæ ekki séð að erindið hafi verið borið upp í bæjarstjórn Seyðisfjarðar. Byggingarfulltrúi bæjarins virðist ekki hafa vitað af þessari framkvæmd fyrr en henni var lokið. Bæjarbúar vissu ekkert um þessar fyrirætlanir. Ég veit ekki til þess að þetta bílaplan sé inn á skipulagi og vil ég gjarnan fá að vita hvort ósk um breytingu á deiliskipulagi Vestdalseyrar hafi farið fram án vitneskju bæjarbúa. Þessi breyting á ásýnd eyrarinnar hefur aldrei verið tekin fyrir í umhverfisráði né ferða- og menningarráði. Í fundargerð umhverfismálaráðs frá 20.04.09. lið 1. stendur hins vegar:
Endurskoðun aðalskipulags.
Farið yfir tillögu Björns Kristleifssonar að landnotkun. Ráðið er sammála að nota hana sem grunn að tillögu með smávægilegum breytingum, þ.e. að fresta skipulagi á Vestdalseyrinni.
Ferða- og menningarnefnd hefur ítrekað óskað eftir úttekt og skráningu fornminja á eyrinni samanber fundargerð ferða- og menningarnefndar .06.04.09 lið 3. Þar stendur:
Nefndin leggur áherslu á verðmæti Vestdalseyrarinnar í fortíð, nútíð og framtíð. Hér með er óskað eftir því að Umhverfisráð láti framkvæma þar fornleifaskráningu sem fyrst til að fyrirbyggja að menningarverðmæti glatist.
Eins og þegar hefur komið fram óska ég eftir úttekt skipulagsstofnunar á lögmæti þessar framkvæmdar
og hvort rask á jarðvegi og efnistaka sé lögleg út frá náttúru- og fornminjavernd.
Afrit af bréfi sent Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar,
Umhverfisstofnun
og Fornleifavernd ríkisins
Viðingarfyllst
___________________________
Guðrún Katrín Árnadóttir
Um skipulagsleysi.
Ég hafði ekki verið margar stundir á Seyðisfirði þegar Guðrún Katrín fór með mig í bíltúr til að sýna mér náttúruperlur Seyðisfjarðar. Meðal þeirra var Vestdalseyrin. Það vakti því furðu og gremju Guðrúnar þegar vinnuvélar hófu efnistöku á eyrinni síðastliðinn vetur. Upp úr sauð síðan í vor þegar efnishaugurinn hafði verið fjarlægður, ós árinnar færður í tilbúinn farveg og meters hátt bílastæði úr aðfluttu efni byggt á eyrinni.
Mér fannst þetta skrítin framkvæmd. Nóg er um sand á Héraði og óþarft að sækja hann á viðkvæma eyri sem auk þess er á náttúruminjaskrá og geymir ómetanlegar minjar um atvinnu- og byggðasögu Seyðifjarðar. Ekki er heldur ráðlegt að fara með beltagröfu á viðkvæmt land og út í hött að leyfa búkollum að fara út á eyrina. Búkollur mega ekki aka á þjóðvegum landsins enda veldur hlaðin búkolla meir en milljón sinnum meira álagi á undirlag en fólksbifreið (hlutfallslegur þyngdarmunur í fjórða veldi) Þetta búkolluhjakk hefur því valdið meira raski á eyrinni en fólksbílar myndu gera á þúsund árum. Þá skil ég ekki hvers vegna bílastæði var byggt upp úr aðfluttu efni. Stæðið breytir ásýnd eyrarinnar verulega og efnið í eyrinni sjálfri er miklu betra en þetta aðflutta efni. Afmarkað bílastæði með lágri girðingu eða steinum hefði ekki verið síðra fyrir varðveislu eyrarinnar. Ég get heldur ekki séð að heimilt sé að taka efni úr eyrinni. Engin náma er skilgreind þar á bæjarskipulagi Seyðisfjarðar og engin náma á Vestdalseyri er í Námuskrá Vegagerðarinnar. Mjög strangar reglur gilda um opnun nýrra náma. Þá fannst mér undarlegt að árósar eru settir í tilbúinn farveg á náttúruverndarsvæði án minnstu umræðu í kjörnum nefndum sveitarfélagsins.
Ég var sem sagt hissa, en Guðrún var reið og hún kynnti sér málefnið. Hún fann ekkert um þessa framkvæmd í fundargerðum bæjarráðs, bæjarstjórnar eða nefnda heldur hið gagnstæða, þ.e. að viðkomandi nefndir bæjarins lögðu til í apríl að ekkert skyldi gert á eyrinni fyrr en eftir rækilega úttekt og að undangenginni frumrannsókn á hugsanlegum fornminjum. Byggingafulltrúi tjáði henni þá afstöðu bæjaryfirvalda að framkvæmdin væri ekki skipulagsskyld, að bílastæðið væri gert að ósk ferðamálafulltrúa og að efnstakan væri úr gamalli námu og því þyrfti ekkert leyfi. Eftir að hafa skoðað lög og reglugerðir sannfærðist Guðrún um hið gagnstæða, að framkvæmdirnar á Vestdalseyrinni væru andstæðar lögum og að ákvörðun um þær væri ekki tekin af til þess kjörnum fulltrúum bæjarfélagsins.
Guðrún sendi því Skipulagsstofnun ríkisins fyrirspurn um málið þann 15. júní. Rúmri viku síðar framsendi stofnunin erindið til Seyðisfjarðarbæjar ásamt afriti af svarbréfi til Guðrúnar þar sem fram kemur hvaða lög og reglur gilda um heimildir til framkvæmda og áréttar að bæjarfélaginu beri að bregðast við erindi hennar í samræmi við ákvæði laga. Tveimur vikum síðar svaraði Seyðisfjarðarbær með útskrift úr fundargerðarbók umhverfisráðs þar sem segir að það geri ekki athugasemd við framkvæmdina! Skipulagsstofnun sendi þá bæjarfélaginu bréf þar sem fram kemur að afrit af fundargerð umhverfisnefndar sé ekki svar við erindi Guðrúnar og stofnunin ber fram spurningar um hvort ákvörðun um bílastæði á Vestdalseyri sé í samræmi við gildandi skipulag og hvort gefið hafi verið út tilskilið framkvæmdaleyfi. Í svarbréfi Seyðisfjarðarbæjar kemur fram að hvorki er til deili- eða aðalskipulag fyrir Vestdalseyrina og að ekkert sérstakt leyfi hafi verið gefið fyrir framkvæmdinni. Enda teldi sveitarfélagið sér ekki skilt að gefa sjálfu sér leyfi fyrir svo lítilli framkvæmd. Þann 19. ágúst kvað Skipulagsstofnun síðan upp þann úrskurð að framkvædin á Vestdalseyri samræmdist ekki lögum enda teljist engin svæði utan skipulags og að deiliskipulagstillögu um framkvæmdina beri að kynna almenningi og hagsmunaaðilum eins og lög kveða á um. - Þennan úrskurð hafa bæjaryfirvöld ákveðið að hundsa.
Ég er í hópi þeirra sem vilja að sveitarfélögin í landinu hafi sem mesta stjórn yfir málefnum byggðalaga og telja að ekki eigi að þvinga byggðalög til sameiningar. Þannig tel ég að lýðræði verði best tryggt. Aðrir halda því fram að minni sveitarfélög hafi hvorki burði né nægilega sérfræðilega þekkingu til að ráða við verkefni nútíma samfélags og því verði að skipuleggja þau í mun stærri einingar áður en hægt verður að auka verkefni þeirra. Vestdalseyrarmálið er vatn á myllu þeirra síðarnefndu.
Ég tel að einn mikilvægasti þátturinn í starfi framkvæmdastjóra minni sveitarfélaga sé að upplýsa kjörna fulltrúa sem best um þau málefni sem eru til meðferðar og hámarka þannig möguleika þeirra til að taka vel rökstuddar ákvarðanir. Þetta er vandasamt verk því augljóslega hættir embættismönnum sem öðrum til að halda fram því sem liggur til grundvallar þeirra eigin afstöðu. Hvað þetta varðar tel ég Vestdalseyrarmálið ekki til fyrirmyndar.
Sigurður Gunnarsson
Múlavegi 10, Seyðisfirði
Bloggar | Breytt 2.10.2009 kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2009 | 17:37
Leysum Icesave
Lausn í Icesave í sjónmáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.9.2009 | 15:46
Hlustum á hann.
Segir AGS standa sig betur hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.9.2009 | 20:26
Glæsilegt
Þrýstnar línur vekja fögnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.9.2009 | 20:18
Hvað toppar þetta ?
Það toppar ekkert sjálfstæðimenn í afneitun sinni gegn þeirri ábyrgð sem þeir bera á efnahagshruninu. Nú bætast ungir sjálfstæðismenn í hópinn, þeim eldri til stuðnings. Ég hef bara sjaldan lesið aðra eins vitleysu og þessa sem hér fer á eftir. Hvað meina þeir eiginilega með því að afskipti hins opinbera hafi verið of mikil með fjármálastofnunum og markaðinum? Er ekki aðal ástæða hrunsins einmitt að afskipti hins opinbera voru of lítil og hefðu þurft að vera miklu meiri. Hver skilur svona yfirlýsingar?
http://www.dv.is/sandkorn/2009/9/3/stuttbuxnadeild-i-afneitun/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2009 | 16:51
Hver græðir á þessu ?
Er þetta ekki aðeins of langt gengið? Verður ekki að stokka spilin upp á nýtt í sambandi við sparnað ríkissjóðs? Hvernig væri að skera niður sendiherra stöður og nýta þá peninga til að byggja upp öryggisnet innanlands s.s. hjá Landhelgisgæslu og lögreglu?
Neituðu að senda Gæsluþyrluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.8.2009 | 13:18
Veðsettu það sem þú átt !
Þetta finnst mér vera algjör fyrirsláttur hjá þér Friðrik minn.
Það vita það allir að sjávarútvegsfyrirtæki í dag skulda marfaldar eignir sínar. Svo held ég að fólk almennt hafi meiri áhyggjur af veðsetningu kvótans en skipunum. þessi umframlán hafa verið tekin út á óveiddan kvóta sem er sameign þjóðarinnar. Og fer ekki megnið af kvótaarðinum til erlendra kröfuhafa?
Því miður þá hefur fólkið í landinu enga trú lengur á mönnum sem eiga peninga, allrar síst kvótaseljendum. Flest af því sem kemur frá þeim er mjög ótrúverðugt og einungis til þess fallið að viðhalda reiði þjóðarinnar á fjármálageiranum. Þeir sem ekki geta haldið kvótanum sínum vegna ofurveðsetningar eiga að skila honum inn til ríkisins svo hægt sé að fara að leigja hann út á mannsæmandi verði til þeirra sem þó hafa barist hetjulega fyrir íslenskan sjávarútveg. En þannig sjávarútvegsfyritæki eru ennþá til sem betur fer.
Ekkert nýtt að sjávarútvegur skuldi í útlöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2009 | 12:53
Ísland lifi.
Viðbrögð Breta og Hollendinga rædd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.8.2009 | 21:53
Húrra fyrir Barack Obama
Það er löngu kominn tími til að aflétta stofufangelsinu sem þessi kona hefur mátt þola allt of lengi.Alþjóðasamfélagið er að sýna Aung San Suu Kyi og stjórnarandstöðunni í Búrma mikinn stuðning með því að krefjast lausnar fyrir hana. Bandaríkjaforseti er marg oft búinn að sýna hug sinn í verki gagnvart minnihlutahópum. Stuðningur hans nú er ekki bara góður fyrir konur í Búrma eða konur í stjórnmálum. Þessi stuðningur er mikilvægur fyrir allar konur um víða veröld og ekki síst samviskufanga sem teppa allt of mörg fangelsispláss úti í heimi.
Konur um allan heim ættu sérstaklega að sýna Aung San Suu Kyi stuðning og senda stjórnvödum í Brúma bréf þar sem krafist er lausnar fyrir hana.
Hér fyrir neðan er linkur þar sem þú getur skoðað myndband af fangelsun Aung San Suu Kyi sem Amnesty lét gera. Einnig er hægt að senda stjórnvöldum í Búrma bréf sem er á sömu síðu. Sýnum samstöðu sendum stjórnvöldum í Búrma bréf.
Þú getur einnig klikkað á þennan link hér vinsta megin á síðunni minni.
http://www.amnesty.is/hvadthugetur/griptu-til-adgerda/nr/1680
Kallar eftir lausn Suu Kyi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.8.2009 | 09:54
Og hvað með það?
Þetta telst varla frétt fyrir okkur sem búum á Austurlandi. Í fyrra sumar flugu þrjár slíkar flugvélar yfir mína heimabyggð Seyðisfjörð og gat maður auðveldlega virt þær fyrir sér með berum augum. Við sem búum á Austurlandi höfum alist upp við það að heyra í herflugvélum sérstaklega að næturlagi. Maður hefur ekki hugmynd um hvort um er að ræða eitthvert njósnaflug eða æfingar sem Íslensk stjórnvöld vita af. Kannski Eva Joly hafi rétt fyrir sér, þegar hún segir að Rússar hafi eitthvað sérstakt dálæti á Íslendingum. Ég er a.m.k. alfarið á móti því að við séum að eyða stórum fjárhæðum í loftvarnir. Ég held að við séum öruggari sem hlutlaust ríki í þessum málum. Við höfum auk þess nóg annað við peningana að gera núna um þessar mundir en að eyða þeim í hernaðarvarnir.
Birnir yfir Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)