Það var tími til kominn

Löngu tímabært að segja upp þeim sem voru við stjórnvölinn í bönkunm þegar þeir hrundu. Mér segir svo hugur að taka megi enn betur  til hendinni meðal stjórnenda bankanna.

Það vekur hins vegar athygli mína að kröfuhafar skuli hafa verið ósáttir við þessa aðgerð. Hvers vegna skildi það veraFootinMouth?


mbl.is Mannanna ekki lengur þörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hjartanlega sammála þér. Það væri bara fáránlegt ef að stjórnendur gömlu bankanna væru enn við völd. Það fyndist mér bara skrýtið.

Eigðu góðan og ljúfan dag.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 16:49

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæl Guðrún,

Þetta var yfirmaður lögfræðideildar Landsbankanns og yfirmaður innra-eftirlits.  Hvorugur er í mínum huga "stjórnandi" í bankanum.  Þeir höfðu faglega þekkingu á því hvernig bankinn var rekinn og voru þess vegna valdir til starfans.  Mér finnst ekkert skrítið að viðsemjendur kröfuhafa sem standa frammi fyrir að tapa þúsundum milljarða króna og eru að megninu til erlendir fjárfestar verði ókvæða við þegar mönnum í hópi viðsemjenda er sagt upp störfum.  Það hlýtur að vekja upp spurningar hjá þeim hvað varðar trúverðugleika íslenskra stjórnvalda til þess að leysa þessa kröfudeilu.  Trúverðugleiki á Íslandi er nánast enginn þessa dagana og þegar stjórnvöld draga enn frekar úr því litla sem eftir er þá er ekki góðs von.  Kröfuhafarnir geta með málsóknum krafist greiðslu á kröfum sínum og það myndi ríða Íslandi algjörlega að fullu og IceSave samningurinn væri eins og smámynt í samanburði við kröfur eigenda bankanna!

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 3.8.2009 kl. 17:05

3 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Er eindregið á þeirri skoðun að óháðir aðilar hefðu átt að koma að þessu uppgjöri srax. Jafnvel útlendingar því það er alveg rétt að íslendingar eru of tengdir hvor öðrum til að vinna síg út úr svona máli. Ég treysti ekkert betur íslenskum lögfræðingum fremur en einhverjum öðrum. Þetta er bara alveg skelfilegt ástand sem við verðum lengi,lengi að vinna okkur út úr.

Guðrún Katrín Árnadóttir, 3.8.2009 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband