23.7.2009 | 23:27
Ótrúleg frétt
Hvernig er hægt að splundra fjölskyldum í stríðshrjáðum löndum á þennan hátt? Þó svo að við Íslendingar séum í mikilli kreppu þá megum við ekki gleyma okkar minnsta bróður. Mér finnst hræðilegt að vita af þessari ungu stúlku svona langt í burtu frá móður sinni og systkinum. Maður finnur til í hjarta sínu, því sem móðir get ég svo auðveldlega sett mig í spor móður Aydu. Ayda hún er ekki nema 18 ára, hún er bara unglingur og á að vera hjá móður sinn ásamt manni sínum. Ekki gleyma okkur í eigin eymd, hjálpum þeim heim.
Móðirin á Skaga, dóttirin í Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er skagamaður og ég get sagt þér það að við höfum nóg með okkar, og við höfum flest öll fengið nóg af þessu liði.
Logus (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 00:10
Ef það á að sameina fjölskylduna þá hlýtur fjölskylda hans að koma á eftir, nei takk.
Guðrún Skúlad (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 00:45
Skrifið undir fullu nafni, aumingjarnir ykkar. Hvílík lágkúra að senda svona frá viðbjóð frá ykkur. Logus, þú ert enginn Skagamaður. Sannir Skagamenn láta ekki svona og eru heldur ekki svo vitlausir að skrifa Skagamaður með litlu s-i. Láttu skoða hausinn á þér.
Arnmundur Kristinn Jónasson, 24.7.2009 kl. 05:32
Ég er líka Skagamaður og ég get sagt þér það að það eru jafnfjölbreyttar skoðanir á þessum málum hér í bæ og annars staðar á landinu. Samt held ég að óhætt sé að fullyrða að við séum flest öll með hjartað á réttum stað og meðmælt "þessu liði".
Guðmundur Benediktsson, 24.7.2009 kl. 11:26
Ég veit vel að það eru skiptar skoðannir á málefni innflytjenda alls staðar á Íslandi, Skagamenn eru ekkert einir um það. Flestir innflytjendur sem komið hafa hingað til lands á vegum íslenska ríkisins hafa eftir því sem ég best veit plummað sig vel. Mér finnst þegar ríkið stendur fyrir svona fluttningum á fólki þá sé ekki hægt að velja nokkra úr sömu fjölskyldu og veita þeim landvistarleyfi en útiloka aðra. Það tel ég hreynlega brot á mannréttindum a.m.k. í öllu falli mjög ómannúðlegt. Ég vona að yfirvöld endurskoði afstöðu sína gagnvart þessu máli.
Guðrún Katrín Árnadóttir, 24.7.2009 kl. 15:34
... veit ekki hvort það skiptir máli, en mér skilst að maður hinnar ungu konu sé góður í fótbolta .....
... Nei að öllu gamni slepptu þá eigum við Íslendingar að hætta að hugsa um eigin hag og láta mannúðlegf sjónarmið hefur áhrif skipta sköpum.
Tek undir með þér Gulla, sameinum fjölskylduna!
Jón Halldór Guðmundsson, 28.7.2009 kl. 19:50
Tek undir Logus þótt ég búi ekki á akaranesi og skrifa ég undir nafni.
Flóttamenn og hælisleitendur eru óþarfi á Íslandi og ættu blátt bann að ríkja við þeim og sérstakar hömlur eigi að gilda til að hömla enn frekar straum innflytjenda sem eru ekki partur af vestræna heiminum.
Alexander Kristófer Gústafsson, 29.7.2009 kl. 09:22
Kveðja til allra naívista frá þrem fyrrverandi múslímakonum.
http://hermdarverk.blogcentral.is/blog/2009/8/2/hofnunaislameftirthrjarfyrrverandimuslimakonur-i-thattur/
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.