Er hægt að ná betri samningi??

Ég held að það sé mjög erfitt fyrir leikmenn að segja til um hvort Icesave samningurinn sé góður eða slæmur. Fyrir mér er í raun allt slæmt í stöðunni eins og hún er. Ég velti  hins vegar fyrir mér hvort þessi togstreita á þingi sé aðför stjórnarandstöðu til að  reyna að sprengja stjórnina.  Eða er raunverulega  hægt að ná betri samningum?  Hver getur svarað því ?


mbl.is Icesave-skuldbindingarnar ekki hættulegastar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þír er sérkennari og ættir að geta svarað þessari spurningu.  Þegar börnin "þin" eru  með óréttlæti  og eru að reyna að fá öll hin börnin til að taka þátt í óréttlætinu, þá reynir þú að stilla til friðar og koma með málamiðlunartillögu til þeirra.  Þú skynjar óréttlætið og ég veit að þú kemur strax með málamiðlun til barnanna svo ekki verði allt brjálað.

Það er alltaf hægt að betri samningi. Menn verða einungis að trúa því.

Eggert Guðmundsson, 29.6.2009 kl. 22:22

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Sigmundur Davíð er búinn að missa alla tiltrú fólks með málflutningi sínum. Hann er tækifærissinni. Bjarni á voða bágt en hefur núna fallið í þá gryfju að tala af ábyrgðarleysi um Icesave málið. 

Ríkisstjórnin er á fullri ferð að koma okkur út úr mesta vandanum. Hún er búin að semja við aðila vinnumarkaðarins.  Lánin frá norðurlöndunum og AGS koma á næstu dögum. Munurinn á gengi íslensku krónunnar hér og erlendis er að minnka og unnt er að kaupa krónur sumsstaðar erlendis á ný. Þar með sjáum við að við getum aflétt gjaldeyrishöftum innan kannski fárra mánaða.  Vaxtalækkunarferli er hafið. Búið er að leggja fram áform um hóflegar skattahækkanir sem þó snerta ekki verst settu hópnana. Búið er að setja fram markmið um tiltekt í ríkisrekstrinum.

Verið er að vinna í að ná samkomulagi við lífeyrissjóðina um framlög til atvinnuuppbyggingar.

Ef við fellum Icesave munum við missa trúverðugleika sem þjóð, krónan enn falla og ríkisstjórnin falla með enn meiri pólitískri óvissu.

Að fella Icesave mun verða okkur dýrt. En stjórnarandstaðan spyr ekki að því. Henni líður illa yfir árangri ríkisstjórnarinnar.

Jón Halldór Guðmundsson, 1.7.2009 kl. 09:37

3 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Nákvæmlega Jón. Þess vegna vona ég að þingmenn sýni þroska og fari að vionna saman.

Guðrún Katrín Árnadóttir, 1.7.2009 kl. 10:18

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Margt skrýtið þarna í kýrhausnum - margahringi er ég búin að fara og hef helst hallast að því að við eigum að samþykkja Icesave - eeen hvernig eigum við að borga þá? Það er ekki alveg ljóst ennþá fyrir mér, hef heyrt að Valgeir Skagfjörð hafi flutt góða ræðu á þingi á föstdaginn held ég er að fara leita af henni.

Edda Agnarsdóttir, 5.7.2009 kl. 15:06

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

mín skoðun er sú að ég skulda þetta ekki og borga því EKKI þetta Icesave - óþarfi að velta sér meira upp úr þessu

Jón Snæbjörnsson, 8.7.2009 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.