22.6.2009 | 08:26
Geir lofaði að borga.
Var ekki Geir búinn að ábyrgjast allar innistæður erlendis strax eftir hrunið??
Voru kannski þáverandi þingmenn og ráðherrar sjálfstæðisflokksins ekki spurðir álits á þeirri ákvörðun?
Ef þessi ríkisstjórn fellur þá sé ég ekki annað í stöðunni en að sett verði á laggirnar þjóðstjórn. Það er öruggt að ástandið mun ekki batna undir stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Við höfum 18 ára reynslu af þeim flokkum og þeir leiddu þjóðina þangað sem hún er nú stödd. Þjóðin er nýbúin að kjósa, kosningar eru dýrar. Við höfum ekki efni á því að kjósa á þriggja mánaðar fresti. Þar fyrir utan þarf meira en einn mánuð til þess að ná þjóðinni út úr því sukki sem hún hefur verið í s.l. 10 - 18 ár.
Það tekur alkahólista 6 vikur að hreinsa líkamann af fíkninni, síðan hefst uppbyggingarstarfið og það tekur mörg ár. Er ekki álíka komið fyrir íslenskri þjóð og illa förnum alkahólista. Þegar víman er runnin af honum þá þarf hann að horfast í augu við lífið og höndla það.
Icesave gæti fellt stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eru rúmir fimm mánuðir síðan VG og SF tóku saman, reyndar fyrst sem bráðabyrgðastjórn og síðar sem meirihlutastjórn. Þau höfðu öll þau tækifæri til að vinna að málum fyrir heimili og fyrirtæki landsins, allan mannskap og svona en hvað var gert. Teknir fyrir jákvæðu pólarnir í umræðunni á þeim tíma og svo undirbúið allt sem þarf til að komast í ESB. Það er hægt að gera margt á einum mánuði ef maður fer réttu leiðina og forgangsraðar málin rétt. Hvað þá með fimm mánuði.
Ég myndi alveg halda að ástandið myndi allavega fara í réttu átt undir samstarfi Framsóknar og Sjálfstæðismanna. Þeir vilja reyna koma af stað atvinnulífinu og koma atvinnulausum í vinnu á meðan VG og SF ætla að vinna sig úr þessu (enn sem komið er) með því að skattleggja allt sem hægt er að skattleggja. Á meðan er gert lagast atvinnulífið lítið. Eða hvað?
Daníel Sigurður Eðvaldsson, 22.6.2009 kl. 08:47
Fyrst Geir lofaði þessu þá má hann borga þennan andskota bara sjálfur, úr eigin vasa. Ég hef engan áhuga á að borga skuldir óreiðumanna sem ráku einkafyrirtæki í þrot.
B Ewing, 22.6.2009 kl. 08:48
Þjóðin væri ekki í þessum vandræðum í dag ef það væri alvöru alki við stjórnvölinn. þá er ég viss um að það væri búið að hreinsa borðið og það fyrir löngu.
Hvaða sögufölsun er í gangi hjá kennaranum? Gleymist heill Alþyðuflokkur og síðast Samfylking í stjorn með Sjálfstæðisflokknum!!!!
Nei Geir er málið! Meiri fíflagangurinn.
Björn Finnbogason, 22.6.2009 kl. 10:03
Geir og fyrrverandi ríkistjórn lofuðu að borga það sem okkur bæri að borga samkvæmt lögum sem og núverandi ríkistjórn gerir, það þarf bara að koma betur í ljós hvað ber að borga og það er það sem núverandi stjórn er að klúðra.
Að reyna að klína þessum hræðilega Icesave samningi á fyrrverandi ríkisstjórn gengu ekki þar sem samkomulagið í þessum samningi var samið um af núverandi ríkisstjórn.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 22.6.2009 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.