19.4.2009 | 14:43
Hræðileg örlög
Ég sá myndina ,,Viltu vinna milljarð " um páskana. Mér fannst myndin mjög áhrifamikil, enginn fer ósnortinn út af þessari mynd svo mikið er víst. Ég hef ekki lesið bókina en mér er sagt að hún sé enn áhrifameiri. Svona kvikmyndir opna augu okkar fyrir þeirri eymd sem ríkir í þeim löndum þar sem fólk býr við raunverulega fátækt. Það er hins vegar skelfilegt að hugsa sér að þessar sömu kvikmyndir auka á eymd fólksins sem tekur þátt í gerð þeirra. Í myndinni svifust menn einskis til að ná sér í peninga. Menn lugu og beittu ofbeldi af verstu gerð fyrir peningana. Þetta er raunveruleiki þessa heims, eymdin leiðir til ofbeldis. Hræðilegt en satt.
Líf barnanna hefur örugglega ekki verið dans á rósum síðan myndin fékk Óskarinn. Það er einmitt það sem er svo ljótt við gerð svona mynda . Hverjum er þá greiði gerður með þeim? Hvernig á að ljúka vinnunni gagnvart fátækum leikurum myndarinnar?
Ég veit það ekki, manni sýnist allir kostir vera slæmir. Það er hægt að gefa börnunum betra líf með nýjum heimilum, en þá situr fjölskyldan eftir í eymd og fátækt. Það er hægt að afhenda fjölskyldunni dágóða peningaupphæð, en yrði hún þá ekki í hættu gagnvart öðru fólki af sama uppruna. Maður stendur upp ráðþrota en fullur af meðaumkun gagnvart þessu fólki og virðist því miður lítið geta gert. Það er hræðilegt.
Býður fræga dóttur til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flott útfærslan á Samferða í spilaranum hjá þér.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 20.4.2009 kl. 21:31
Takk Elma. Litla systir lærði að syngja hjá stóru systur og gerir það alveg ljómadi vel. Eða Svo segir mamma a.m.k.
Guðrún Katrín Árnadóttir, 20.4.2009 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.