15.4.2009 | 22:37
Verkin tala
Jóhanna hefur alla tíð staðið vörð um þá sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Það sannaði hún ekki síst í síðustu ríkisstjórn þar sem hún tryggði öryrkjum betri kjör en þeir höfðu áður þekkt. Sjálfstæðismenn sögðu þá að henni væri ekki treystandi fyrir forsætisráðherrastólnum m.a. vegna þess að hún eyddi of miklu í félagslegakerfið. Það var þá eitthvað til að hafa áhyggjur af .
Vilja verja velferðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Engum einum stjórnmálamanni eiga fatlaðir eins mikið að þakka og Jóhönnu Sigurðardóttur. Jóhanna barðist eins og ljón fyrir bættri velferð fötluðum til handa, þegar hún var félagsmálaráðherra. Hún stóð að lögunum um málefni fatlaðra á sínum tíma og kom þeim í höfn. Því miður í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var minna um uppbyggjandi aðgerðir og fatlaðir fundu aldrei á eigin skinni fyrir hinum svokallaða góðæristíma. Þvert á móti, voru sífelldar sparnaðaráætlanir í gangi á þessum árum í allri þjónustu er snéri að fötluðum.
Blessun fylgi störfum Jóhönnu Sigurðardóttur, áfram, sem hingað til.
Kolbrún Bára
Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.