22.3.2009 | 16:59
Hvar eru nýliðarnir ?
Er ekki efnt til kosninga nú m.a. vegna þess að krafa fólksins er um breytingar á framboðslistum flokkanna? Það hefur því miður ekki gengið eftir samkvæmt niðurstöðum úr prófkjörum flokkanna undanfarið. Ég held einnig að það verði lítil von fyrir ný framboð að ná árangri í þessum kosningum fremur en í öðrum kosningum. Það eina sem ný framboð gera er að leggja grunn að velgengni hægriaflanna. Það er nefnilega oftar en ekki þannig að þeir sem stofna til nýrra flokka koma mjög oft af vinstri vængnum. Þau gera yfirleitt ekki annað en að sundra félagshyggju- og vinstrafólki upp í margar fylkingar. Það er töluvert til í orðtakinu
,,Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við" ég vona að vinstri menn hafi það í huga í komandi kosningum. Annað sem kemur upp í huga minn er hlutur kvenna Það er nú ekki hægt að hrópa húrra fyrir honum í prófkjörum liðinna vikna a.m.k. ekki í NV og NA kjördæmi.
Einar efstur, Ásbjörn nú annar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svo fækkar stöðugt í Austfirðingahópi alþingismanna. Þuríður Bachman líklega eini Austfirðingurinn sem á möguleika á þingsæti. Norðlendingar eru algjörlega búinr að yfirtaka Austfigðinga eftir kjördæmabreytinguna.
Haraldur Bjarnason, 24.3.2009 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.