Leysum Icesave

Ég vona að það gangi betur að finna lausn á þessu máli nú  en í fyrri umræðu um Icesave. Menn hljóta vera farnir að gera sér grein fyrir því að Icesave er ekki ástæða þess í hvernig stöðu við Íslendingar erum. Ástæða hins slæma ástands er frjálshyggjudýrkun allt of margar Íslendinga og græðgi örfárra manna. Icesave getur hins vegar komið okkur í ganga á nýjan leik bæði atvinnulífi og samskiptum okkar við aðrara þjóðir. Það verður einfaldlega að leysa þetta mál það er búið að taka allt of langann tíma. 
mbl.is Lausn í Icesave í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Gulla mín. Getum við bara ekki selt Icesave fyrir slikk og notað það til þess að byggja upp atvinnulíf að nýju. Þingflokkarnir fóru víst í ratleik í morgun, til þess að leita að skjaldborginni um heimilin sem lofað var að slá upp. Hún fannst ekki, hér. Hefur hún nokkuð skroppið austur og falið sig þar?

Sigurður Þorsteinsson, 22.9.2009 kl. 21:49

2 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Hvað meinar þú Siggi minn. Icesave tók tvo mánuði í afgreiðslu í þinginu síðast eigum við að eyða öðrum tveim mánuðum í að ræða þann samning aftur?  Ég held að við komumst ekki hjá að taka ákvörðun  um hann  hvernig sem við látum.

 og það er ekki Icesave sem kom okkur í þessa stöðu svo mikið er víst.  Það var fyrst og fremst þessi bölvaða frjálshyggja.

Guðrún Katrín Árnadóttir, 22.9.2009 kl. 22:31

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þeir sem halla hæst eftir lausnum ríkisstjórnarinnar eru einmitt "gömlu" klíkuflokkarnir sem hafa tafið sömu ríkisstjórn með "ráðum og dáð" síðan hún var mynduð. Ég hef fulla trú á að málinu sé að ljúka næstu daga. Þingið er að hefjast og þá koma "lausnir" stjórnarandstöðunnar örugglega á færibandi eða þannig. Hafðu það gott ágæta skoðanasystir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.9.2009 kl. 09:58

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Auðvitað á að koma Icesave málinu út af borðinu. Ekki þýðir að hlusta á Sjálfstæðisflokkinn. Hann vill vera með í ráðum annan daginn og næsta dag er hann á móti málamiðlun sem hann hrósaði sér af að hafa komið í gegn.

Ég er sammála því að ljúka þarf Ice save kaflanum í Íslandssögunni og tryggja að slíkt endurtaki sig aldrei. 

Ríkisstjórnarinnar bíða mörg verkefni og við skulum bara leyfa ÍNN Ingva Hrafni að tala sig áfram hása um Icesave eins og enginn sé Sjálfstæðisflokkurinn.

Jón Halldór Guðmundsson, 23.9.2009 kl. 18:08

5 identicon

Leysum Icesave dæmið sem nokkrir einstaklingar komu heillri þjóð í vandræði og skulda ánauð en snúum okkur svo að skuldugum heimilum þessa lands. Ég spái því að landflótti verði hér á landi ef ekkert verður farið að gera fyrir fólk hér í landinu. Það er alveg á hreinu.

Ég styð aðra búsáhalda byltingu heilshugar. Það er ekkert annað sem gengur fyrir þessar ríkisstjórnir sem hafa ráið hér fyrir og eftir hrun.

Með bestu kveðju.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.