Farið þið í viðræður strax

Ég vona að VG fari að átta sig á mikilvægi Evrunnar og Evrópusambandsins. Ég er svo ánægð með stjórnarflokkana að ég vil helst ekki sjá aðra flokka saman í ríkisstjórn eftir kosningar. Borgaraflokkurinn gæti að vísu verið góður með þeim ef hann nær einhverjum á þing.  Ef Samf. og VG verða  saman í stjórn eftir kosningar þá vona ég að það verði þeirra fyrsta verk að breyta sjávarútvegstefnunni. Þeir gætu t.d. byrjað á því að gefa krókaveiðar eða strandveiðar frjálsar hluta úr árinu. Ég skil ekki alveg sjávarútvegsstefnu Sjálfstæðismanna. Í sjónvarpsþættinum í kvöld kom fram að þeir vilja tryggja auðlindir í þjóðareign en um leið verja þeir eignarhald kvótagreifanna á sameign þjóðarinnar. Hvers konar stefna er það? 

Valið ætti ekki að vera erfitt fyrir þjóðina, núverandi stjórnarflokkar eru bestir saman. Ég trúi ekki öðru en að Samfylkingin eigi eftir að sannfæra VG um samningaviðræður við Evrópusambandið og í framhaldi af því þjóðaratkvæðagreiðslu.


mbl.is Evrópustefnan verði á hreinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

1. Borgaraflokkinn í ríkisstjórn?  Er ekki þetta fólk sem er í honum í meginatriðum sammála Samfylkingunni?  Mér heyrist það. Þetta vel meinandi fólk minnir mig á smáflokkakraðakið á vinstri kantinum. Í þá daga sögðu hægri menn við okkur; "Vinstri menn eru í pólitík til að tala um þjóðfélagið, en hægri menn til að stjórna því".

2.  Þú talar um Sjálfstæðismenn og sjávarútvegsmálin, fjallaði myndin "viltu vinna milljarð" um það efni? Ég missti nefnilega af henni.

Jón Halldór Guðmundsson, 21.4.2009 kl. 23:41

2 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

 það er einmitt þess vegna sem mér hugnast Borgarflokkurinn sem samtarfsflokkur. Málefnin eru  nánast þau sömu og hjá Samfylkingunni. Auðlindirnar, Evran o.fl.

Myndin ,, Viltu vinna milljarð" fjallar um kúun, fátækt  og mannréttindi. Líf sem við myndum ekki vilja lifa.  Hún er mjög áhrifamikil

Guðrún Katrín Árnadóttir, 21.4.2009 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.